Mikil sala í Rosenbauer Titan hlífðarhjálmum undanfarið og í ár


Við vorum að taka inn stóra sendingu en hún er nú þegar uppseld. Lítið mál að panta meira ef áhugi er.

Undanfarið og í ár hefur verið mikil sala í Rosenbauer Titan slökkvliðsmannahjálmum. Þó nokkrir viðskiptavinir okkar hafa komist að því að Rosenbauer Titan hjálmarnir eru örugglega með þeim bestu ef ekki þeir bestu sem kostur er á. Ein stærð fyrir alla. Nokkrar útfærslur og möguleikar en flestir taka þá í endurskinsútgáfu með hlífðargleri, hnakkahlíf og í hlífðarpoka. Að auki er hægt að fá öryggisgleraugu, ljós, maskafestingar, endurskinsmerki ofl. Þó nokkur slökkvilið eru komin með þessa gerð af Rosenbauer hjálmum og einnig eru þeir í liðum á nokkrum flugvöllum.

Titan hlífðarhjálmur

Rosenbauer Heros Titan hjálmar Vnr. 330018

Nýjasta gerð hlífðarhjálma sem uppfyllir staðla EN 443:2008, EN 16471, og EN 16473, NFPA 1971, AS/NZS 4067 and ISO 16073:2011,. B/3b Hjálmur með sérlega vel heppnaðri þyngdardreifingu og vegur aðeins 1300gr.  Höfuðband er stillt með hnappi utaná hjálminum. Stærðarsvið er 49 til 67sm. Fjöldi annara stillimöguleika lagar þennan hjálm að þörfum notandans. Vandað innra byrði sem auðvelt er að taka úr. Úr eldvörðu efni sem má þvo í þvottavél við 60°C. Skel úr sterku polyamide plastefni. Hitaþol: frá -40°C meira en 300°C/8mín. Flash 1000°C/10sek.

Aukahlutir: Endurskinsmerki, LED höfuðljós, hlífðargler, hnakkahlíf, hálshlíf, maskafestingar, Pbi hetta, þvotta og geymslupoki og öryggisgleraugu.

Litir: Gulur, rauður, blár, svartur, hvítur, silfraður og gulgrænn/sjálflýsandi.

Hér er bæklingur þar sem lesa má allt um þessa frábæru hlífðarhjálma.

Ef þið hafið áhuga að panta eða frekari upplýsinga er þörf sendið fyrirspurn á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.