Myndir af slökkvibifreiðum sem koma í næsta mánuði

Við lofuðum ykkur myndum á þeim slökkvibifreiðum sem koma í næsta mánuði.
 
Hér sjáið þið yfirbyggingu stærstu slökkvibifreiðar landsins sem kemur á 10 hjólum til Brunavarna Skagarfjarðar í apríl. Við leyfum okkur að kalla þessa bifreið stærstu slökkvibifreið landsins þar sem við þekkjum ekki til húsabrunabifreiða hérlendis sem eru með 11.000 l. af vatni, byggðar með fastri slökkvidælu sem afkastar yfir 4.500 l/mín við 8 bara þrýsting auk þess að vera háþrýst. Tvö 125 mm. inntök eru í dæluna.

 

Saudarkr060308a.JPG (342923 bytes)

Saudarkr060308b.JPG (384925 bytes)

Saudarkr060308c.JPG (305604 bytes)

Í þessari yfirbyggingu verða eins og fram hefur komið 11.000 l. af vatni og 200 l. af slökkvifroðu. 

Í fremsta skáp verður laus Bachert VW 1.600 l/mín dæla sem BS fengu hjá okkur fyrir all nokkrum árum. 

   
Í baksýn sjást aðrar yfirbyggingar en þær eiga Slökkvilið Ísafjarðarbæjar og Fjarðabyggðar en þær bifreiðar koma á sama tíma.

Á morgun eða föstudag munum við fá myndir af undirvagni og yfirbyggingu ákominni.