Nú styttist í kínversk slökkvitæki frá okkur

Við erum þessa dagana að ganga frá sendingu á nokkrum gerðum slökkvitækja og eldvarnateppa frá Kína. Í öllum tilfellum munum við bjóða betra verð en við höfum hingað til getað boðið á svipuðum eða sambærilegum tækjum og búnaði. Við biðjum þá sem vilja vera í samvinnu við okkur í árvissri sölu um jólin að hafa samband sem fyrst. Léttvatnsslökkvitæki 6 l. og 9 l.




Við höfum eins og flestir viðskiptavinir okkar vita flutt inn og selt slökkvitæki í líklega ein 60 ár og höfum flutt inn frá ýmsum birgjum í Evrópu og Bandaríkjunum en ekki Asíu.






6 kg. og 9 kg. duftslökkvitæki
Við höfum flutt inn skynjara og annan slíkan búnað þaðan en ekki slökkivtækin. Við leituðum að birgja sem gæti selt okkur tæki sem stæðust kröfur okkar og væru viðurkennd í Evrópu samkvæmt EN staðli en ekki bara framleidd eftir staðlinum eins og svo margir bjóða.

Það tókst og við teljum að við munum bjóða mjög svo vönduð tæki enda eru þessi tæki á markaði m.a. í  Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi.



5 kg. kolsýrutækiFyrr á árinu voru flutt inn tæki frá Kína en frá því sögðum við í frétt í vor. Sjá hér.

Við vorum þá að velta fyrir okkur verðinu á þeim tækjum hér og fannst það all hátt miðað við þau tæki sem fyrir voru á markaðnum og það eru aðallega þýsk, ensk og spönsk tæki.

Flestir hljóta að vera okkur sammála um að þýsk og ensk tæki eru í dýrari kantaninum en kannski ekki þessi spönsku en að fenginni reynslu á Asíuvörum þá eru þær á all verulega lægra verði. Hér erum við að velta fyrir okkur verði ekki afköstum eða gæðum.

2 kg. kolsýrutæki
Við gerum ráð fyrir að geta lækkað verð nokkuð og munum senda upplýsingar þar um þegar nær dregur þegar við höfum fengið fyrstu sendinguna.

Til fróðeiks eru hér innflutningstölur en miðað við sama tíma í fyrra er 11,2% aukning í innflutningi á slökkvitækjum og innflutningslöndin tvöfalt fleiri. Meðalverðið er lægst frá Kína. Heimildir um innflutning  höfum við frá Hagstofu.


Innflutningur fram til júní 2007
 
Land Þyngd FOB verð CIF verð Hlutdeild Kg. verð
Bandaríkin 1.288 2.293.717 2.464.985 2,08% 1.780,84
Kína 12.203 1.701.779 1.807.793 19,73% 139,46
Svíþjóð 12
7.844
17.706
0,02% 653,67
Tyrkland 4.098 700.489 885.264 6,63% 170,93
Danmörk 189 505.729
549.797
0,31% 2.675,81
Þýskaland 14.521 3.693.044 4.121.297 23,48% 254,32
Spánn 3.661 978.821 1.144.207 5,92% 267,36
Frakkland 5 136.730 162.772 0.01% 27.346,00
Tékkland 3.121 47.415 48.502 5,05% 15,19
Kýpur 1 74.794 80.937 0,00% 74.794,00
Bretland 22.757 7.650.360 8.597.937 36,79% 336,18
  61.856 17.790.722 19.880.897 100,00% 287,62

2 kg. dufttæki