Ný fjórgengis Tohatsu dæla

Komin er á markað ný Tohatsu dæla og hún er frábrugðin öðrum Tohatsu dælum, að því leyti að við hana er 3ja strokka fjórgengis vél.

Við kynntum þessa dælu í mars 2007 en það er fyrst nú sem Tohatsu býður hana til útflutnings.  Þetta er fyrsta  fjórgengis  brunadælan með rafeindastýrðri eldsneytis dælu sem framleidd er í Japan. Við höfum um nokkurt skeið boðið Tohatsu dælur hérlendis og eru þó nokkrar í notkun eða vel á annan tug, en þær eru allar með tvígengisvélum en þær hafa reynst mjög vel. 
Þær eru gangvissar, öruggar, afkastamiklar, léttar og fyrirferðalitlar. Tohatsu dælurnar eru þær dælur sem samsatarfsaðilar okkar í Póllandi bjóða með slökkvibifreiðum sínum. Sjá frekari upplýsingar um VF53AS en hér eru allar gerðir upptaldar.

Nýja fjórgengis brunadælan nefnist VF53AS og er í rekstri mjög umhverfisvæn, lágvær, sparneytin en gangviss. Vélin er 3ja strokka. Hún hefur svokallaða ECU nema sem skynja umhverfisaðstæður til m.a. að auðvelda ræsingu. Rafeindastýrð eldsneytisinngjöf og innsog. Í húsi sem dregur úr hávaða og er vatnsvörn fyrir vél. Lofttæmidæla úr áli mjög létt og afkastamikil.

Tohatsu VF53AS Brunadæla

Dælan er búin ýmsum eiginleikum eins og uppsog er sjálfvirkt, öflugt kælikerfi með síum, sjálfvirkur ádrepari, yfirhitavörn, lokaður rafgeymir og sjálfvirkt hleðslutæki. Ýmsan aukabúnað er hægt að fá eins og fjarstýringu með starti, uppsogi og ádrepara. Auka eldsneytistank úr stáli 20 l., aukaljós fyrir stjórntæki og 12V 55W halogen ljóskastara.

Vélin 3WT61A er eins og áður sagði fjórgengis þriggja strokka og er 29,5 hestöfl eða 22kW. Eldsneytistankur er 10 l. en eyðslan er um 8,5 l/klst. Dælan er eins þrepa háþrýsti túrbínu dæla og snýst 5.650 sn/m við 8 bar.

Við 3ja m. soghæð eru afköst eru 1.200 l/mín við 6 bar eða 950 l/mín við 8bar. Stærð er í mm er 670L x 790B x 740H. Þyngdin er 101 kg. Hámarkssoghæð er 9 m.

Veruleg áhersla var lögð á við hönnun dælunnar að hún væri umhverfisvæn, þ.e. hávaðaminni, eyðslugrennri og minni mengunarvaldur og hefur það tekist mjög vel.

Verð til slökkviliða miðað við gengi JPY í dag um kr. 1.885.000 án VSK.
.