Ný gerð af hjálmum DNA

Við höfum fengið sýnishorn af hjálmum sem við viljum kynna. Þetta eru ítalskir hjálmar á mjög góðu verði viðurkenndir samkvæmt allra nýjasta staðlinum eða EN 443:2008. Frekari upplýsingar eru á vefsíðu okkar.
Það er mikilvægt að fylgjast vel með og að gæta þess að allur búnaður sé viðurkenndur. Búnaður eins og t.d. hjálmar geta verið viðurkenndir samkvæmt EN staðli og uppfyllt að fullu þann staðal en það þarf ekki endilega að vera sá allra nýjasti.



DNA Safety First
hjálmar eru aðallega af tveimur gerðum. Sú gerð sem er fyrir slökkvilið nefnist MOBY en hin gerðin fyrir björgunarsveitir og annað hjálparlið við björgunar og slökkvistörf nefnist HELMA.

MOBY skiptist svo í þrjár gerðir þ.e gerð með hlífðargleri, gerð með hlífðargleri og gleraugum og svo gerð með gulllituðu hlífðargleri og gleraugum.




Við stefnum á að vera með á lager gerð 2 þ.e. með hlífðargleri og gleraugum en það er sú gerð sem sést hér á myndum.

HELMA skiptist í tvær gerðir þ.e með hlífðargleri og svo gullituðu hlífðargleri.

Með hjálmunum sem eru í hlífðarpokum er skrúfjárn og fylgihlutir til að setja Peli ljós á þá. Hjálmarnir eru gerðir úr trefjaplastþráðum m.a. úr Kevlar.



Hér fyrir neðan eru myndir af gerð sem er ekki með gleraugu en hún er að öllu öðru leyti eins og þessi hér að ofan.


Hér má lesa frekar um þessa hjálma.

Myndir frá bás DNA Safety á Rauða hananum 2010.


Hér má sjá yfir úrvalið af MOBY gerðum.

Hér er úrvalið af HELMA gerðum fyrir björgunarsveitir.


.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....