Ný gerð Léttvatnsslökkvitækja

Við þetta breytist verð og mun verð lækka og er það ætlun okkar að lækka þau tæki af eldri gerðinni sem við eigum þar til þau nýju birtast og taka við.

Að auki að vera ódýrari eru þau mun öflugri en eldri tækin. 6 l. tækið S6LJM er 27A 183B en það 9 l. S9LJM er 27A 233B.

Eldri tækin eru sambærileg við þau sem eru hér á markaðnum. Þeirra afköst eru 6 l. 13A 113B og 9 l. 13A 183B.

Það hefur vakið undrun sú aðferð sem tíðkast hér í höfuðstaðnum að skipta út dufttækjum og setja léttvatnstæki í staðinn. Einhvern veginn finnst okkur að það sé verið að veikja varnir með því að setja í stað tækis tæki sem er með minni slökkvimátt eins og sjá má á upplýsingunum hér að ofan. Eða er mönnum ekki kunnugt um þennan mun ?

Margir framleiðendur leika þann leik að bjóða tæki ódýrar og er þá oftast um að ræða tæki með minni slökkvimátt sem annað hvort felst í slökkviefni eða dreifingu. Tækin geta þó uppfyllt alla staðla en þetta ættu menn að hafa í huga.

Til samanburðar er Jockel 6 kg. dufttækið sem við seljum 34A 233B.

Hér koma svo verðin. 3/10 2001

LÉTTVATNSSLÖKKVITÆKI:

Verð kr. 

 m/VSK.  án VSK.
300350  Jockel SN6DJ 6 l. AB Léttvatnstæki m/mæli og veggfestingu. 13A 113B

10.595

8.510

300350  Jockel S6LJM 6 l. AB Léttvatnstæki m/mæli og veggfestingu. 27A 183B 8.640  6.940
300355  Jockel SN9DJ 9 l. AB Léttvatnstæki m/mæli og veggfestingu. 13A 183B 12.855 10.325
300355  Jockel S9LJM 9 l. AB Léttvatnstæki m/mæli og veggfestingu. 27A 233B 10.269 8.248