Ný gerð öryggiskerfis frá Jablotron komin sem nefnist Oasis

OASIS nýtt viðvörunar og öryggiskerfi er komið á markað frá Jablotron. Við höfum nú boðið Jablotron kerfi um 5 ára skeið og er komin mjög góð reynsla á það.  Mikil fjölbreytni er í tengimöguleikum, skynjurum og öðrum búnaði. JA-80F Þráðlaust lyklaborð

Oasis kerfið er þráðlaust og getur átt samskipti við eftirlitsmiðstöðvar eða þitt eigið símtæki og annarra. Það byggir á einstæðu einingakerfi Jablotron. Samskipti við Bluetooth, veraldarvefinn, SMS tilkynningar, ýmsar stýringar heimilistækja og búnaðar. Getur tekið við boðum frá allt að 50 skynjurum eða öðrum tilheyrandi eftirlits- og viðvörunarbúnaði. Dregur um 1 km.

TP-8X HItastillir og stýring


Aðgangskóðar geta verið 50 talsins og eins er hægt að nota sama fjölda aðgangskorta. Þráðlaust tvíhliða samskipta lyklaborð með skjá og innbyggðum RFID lesara, gefur upplýsingar um ástand hurða og glugga, hlutavirkjun eftirlitssvæða og t.d. seinkun virkjunar ef bílskúrshurð á eftir að lokast ofl. ofl.



JA 80 K Stjórnstöðin

Meðal 50 skynjara og búnaðar eru sambyggðir hreyfi- og  brotskynjarar,  hurðaskynjarar, hreyfiskynjarar,  brotskynjarar, reykskynjarar, gasskynjarar, algjörlega þráðlaus  útisírena, innisírena, ósýnilegir gluggaskynjarar, stýrirofi, neyðarrofi, víruð úti RFID lyklaborð, hitastillar ofl.ofl. Með sérstökum símabúnaði er hægt eiga samskipti við virkjað eftirlitssvæðið til staðfestingar. Bifreið sem geymd er nálægt getur líka tengst kerfinu.

JA-82M Rúðskynjari ósýnilegur ?

Meðal annarra möguleika er þráðlaus dyrabjalla, þráðlaus bílskúrshurðafjarstýring, þráðlaus stýring ljósa eða loftræstingar, þráðlaus stýring upphitunar eða loftkælingar, hitastilla ofl.


Hægt er að forrita kerfið um tölvu og uppsetning er einföld þrátt fyrir mjög háþróað kerfi. 3ja ára líftími rafhlaðna.

Hér má lesa frekar um kerfið.