Nýjar Iss - Felix 8 x 8 flugvallaslökkvibifreiðar

Nú er verið að afhenda tvær flugvallaslökkvibifreiðar af gerðinni Felix 8 x 8 tveggja véla á Copernicusar flugvöllinn í Wroclaw. Undirvagnar eru frá Fresia með Volvo vélum hvorri um sig 612 hestöfl.

Nú er verið að afhenda tvær flugvallaslökkvibifreiðar af gerðinni Felix 8 x 8 tveggja véla á Copernicusar flugvöllinn í Wroclaw. Undirvagnar er frá Fresia með Volvo vélum hvorri um sig 612 hestöfl. Tvær sjálfskiptingar af Allison gerð 4800.

Felix Iss 8 x  8 flugvallaslökkvibifreiðSmellið á myndina og sjáið fleiri myndir

Vatnstankur tekur 15500 l. og froðutankar sem eru tveir samtals 1000 l. Brunadælan er af Ruberg gerð g afkastar 9000 l/min við 10 bar. Sjálfvirkt sog og froðublöndun.

Háþrýstislöngukefli 75 m. slanga sem afkastar 120 l/min við 40 bar. Tvö slöngukefli með 30 m. slöngum sem afkasta 350 l/min við 10 bar. Staðsett sitthvoru megin.

Vatns, froðu og duftbyssa að framan sem afkastar 5000/2500 l/mín við 10 bar af vatni og froðu. Hámarksþrýstingur 16 bar. HRET armur með úðabyssu er á þaki og skilar frá sér vatni og froðu. Á arminum eru tvær myndavélar. Duftafköst er 20 kg/sek og stýrt úr ökumannshúsi.

Yfirbygginging er úr áli og trefjaplasti svo og tankar. Áhafnarhús er  fyir 4 til 5 þ.e. ökumann og stjórnanda og 2 til 3 aðra í áhöfn. Aðgangur er á þak úr ökumannshúsi.

Ljósamastur Wiss ATLM-6 sem dregur 1100 m. 10 m. í þvermál.

Heildarlengd bifreiðar er 13.4m. Hæð 3.95m og breidd 3.45m.

Eins og sést á ofangreindu er hér um gríðalega öfluga og fullkomna slökkvibifreið að ræða. Fleiri gerðir og útfærslur af Felix eru fáanlega eins og 6 x 6 stærðin.

 

.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....

 

.