Ný Iss slökkvibifreið fyrir Brunavarnir Árnessýslu á Selfoss

Nú nýverið fengu Brunavarnir Árnessýslu fimmtu slökkvibifreiðina frá okkur en hér var um að ræða TLF4000/200 slökkvibifreið á Renault Kerax undirvagni sem staðsett verður á slökkvistöðinni á Selfossi. Slökkvibifreiðin er byggð og útbúin af slökkvibifreiðaframleiðandum Wawrzaszek í Bielsko-Biala í Póllandi. Undirvagn er af gerð Renault Kerax 450.19 4x4. 4.500 mm. milli hjóla en þetta er fyrsta bifreiðin af þessari stærð sem við flytjum inn. Heildarburðargeta bifreiðar er 19 tonn en í þessari útfærslu er heildarþyngd bifreiðar 17 tonn.

Smellið á myndina og fáið frekari upplýsingar

TLF4000/200