Ný Rosenbauer brunadæla

Komin er á markað ný laus brunadæla frá Rosenbauer sem nefnist BEAVER. Fyrir voru gerðirnar Otter og Fox sem eru velþekktar hérlendis. Þessi nýja dæla er á milli Otter og Fox í verði.
Rosenbauer Beaver

Dælan er sterkbyggð og fyrirferðalítil . Þægileg í burði, handföng útdraganleg, létt og aðeins tveggja manna tak. Örugg í notkun og viðhalds og þjónustuvæn. Loftkældur Briggs&Stratton fjórgengis vél. Einfalt rafstart. Eyðslugrönn. Vinnur minnst  2 klst. á 20 lítra tank. Afkastamikil miðað við stærð. Þolir óhreint vatn. Afkastafljótt uppsog með hálfsjálfvirkri sogdælu. Sjálfvirkt innsog. Aukið öryggi með sér eldsneytistanki 20 l.

Burðarammi:
Álrammi sem á eru fjögur útdraganleg handtök.
Vél:
Smurkerfi um utanáliggjandi olíusíu sem einfaldar viðhald.
Rafstart.
Dæluhlutar:
Stórir skóflufletir og vandað dæluhjól í hringlaga húsi; öxull með viðhaldsfríum þéttihringjum.
Dælubúnaður:
Þrýstimælir og sogmælir Ø 60mm, dreinloki, Storz tengi á soghlið og eins á þrýstihlið.
Aukabúnaður:
Yfirhitavörn.
Uppsog:
Hálfsjálfvirk sogdæla með sogblöðku.
Tækniupplýsingar:

Dæla:
Einsþrepa ROSENBAUER miðflóttaaflsdæla úr seltu og ryðvörðum rafhúðuðum léttmálmi.
Dæluafköst: (við 3m soghæð)
375 l/mín við 12 bar
750 l/mín við 10 bar
1200 l/mín veið6 bar

Tengi:
Soghlið: 4½“ (Storz A)
Þrýstihlið: 2x 2½“ (Storz B)
Uppsogsdæla:
Hálfsjálfvirk sogdæla með sogblöðku.

Vél:
Briggs&Stratton V2 strokka 4-gengis OHV Bensínvél
Slagrúmmál 993 ccm³
Afl 26 kW (35 Hö) við 3600 mín

Stærð (án  eldneytisbrúsa)
L x B x H: 697mm x 545mm x 645mm
Þyngd:
112 kg þurr
130 kg tilbúin til notkunar og með 20 l. bensínbrúsa.

Eldsneytisbrúsi:
Ekki áfastur
Eldsneyti kemur frá 20 l. bensínbrúsa
Ekkert vandamál að skipta um brúsa á meðan notkun stendur.

Hér eru frekari upplýsingar.