Ný slökkvibifreið á Gardemoen flugvöllinn í Osló

Á Gardemoen flugvöllinn við Osló er komin ný slökkvibifreið af Rosenbauer Panther gerð CA5 6x6. Frændþjóðir okkar hafa fallið fyrir Panther flugvallaslökkvibifreiðum.

Bifreiðin er ein sú allra fullkomnasta og kemur frá Egenes Brannteknikk AS í Flekkefjörð en þaðan hafa komið all nokkrar slökkvibifreiðar hingað til lands.

Bifreiðin er útbúin með slökkvibúnaði og kerfi frá Rosenbauer, öflug brunadæla, sjálfvirkt froðukerfi, rafstýrðum úða og froðubyssum á þaki og að framan. CAFS slökkvikerfi og  Xenon ljósamastri.


Bifreiðin er að öllu leyti byggð af Rosenbauer þ.e. grind og yfirbygging og búin Rosenbauer rafstýrðu CAN-bus rafkerfi sem stýrir öllum búnaði og gerir alla umsjón og eftirlit með bifreiðinni auðvelda.

Ökumaður situr fyrir miðju en auk hans er pláss fyrir þrjá aðra í ökumannshúsi.

Hér er frekari lýsing á bifreiðinni:

Gerð: Rosenbauer Panther 6x6 CA5
Undirvagn: Rosenbauer Motors 36.705 4x4, 705 hö Caterpillar vél, Twin Disc sjálfskipting
Hröðun: 0-80 km/klst á 27 sek
Hámarkshraði: ca. 115 km/klst
Ökumannshús: Rosenbauer öryggishús (ECE R29) fyrir ökumann + 3 aðra, 3 reykkafarastólar
Yfirbygging: Rosenbauer einingakerfi
Vatnstankur: Trefjaplast 12 500 lítra
Froðutankur: Trefjaplast 1 500 lítra
Brunadæla: Rosenbauer R600, 6000 l/mín við 10 bar, miðskips, drifin af Twin Disc skiptu aflúttaki
Froðukerfi: Rosenbauer Foamatic RVMA 500 og Rosenbauer Flash CAFS
Úðabyssur: Rosenbauer RM60E rafstýrð á þaki ökumannshúss og Rosenbauer RM15E rafstýrð framan á bifreiðinni
Hitamyndavél: FLIR myndavél á þaki með LCD skjá á mælaborði til að auðvelda akstur í þoku