Í þessari viku kemur til landsins ný og fullkomin slökkvibifreið fyrir Brunavarir Suðurnesja. Undirvagninn er af gerðinni Scania P94
4x2 með tvöföldu áhafnarhúsi, 310 hestafla vél, sjálfskiptingu og loftpúðafjöðrun. Byggt var yfir bifreiðina í verksmiðju
Rosenbauer í Noregi.
Bifreiðin er með 3000 ltr. vatnstank, 200 ltr. froðutank. Rosenbauer NH30 lágþrýst og háþrýst dæla er
í bifreiðinni ásamt slöngukeflum, ljósamastri, Unipower rafal beintengdum vél bifreiðar, Ziamatic festingum fyrir Scott reykköfunartæki í
sætum í áhafnarhúsi. Í yfirbyggingu eru innréttingar svo sem hillur verkfæraveggir, slöngurekkar ásamt festingum fyrir hin ýmsu
tæki slökkviliðsins.
Við hönnun og byggingu bifreiðarinnar var hugað sérstaklega að því að hafa allt aðgengi að skápum og
tækjum sem þægilegast til að auðvelda vinnu við bifreiðina. Einn liður í þessu var að fá bifreiðina með
loftpúðafjöðrun, sem gefur möguleika á að lækka bifreiðina þegar komið er á brunastað.
Þetta er önnur Rosenbauer bifreiðin sem Brunavarnir Suðurnesja fá afhenta en í vor fengu Brunavarnirnar afhenta Rosenbauer
slökkvibifreið byggða á Ford 550 undirvagn. Sú bifreið er hönnuð sem alhliða björgunar og slökkvibifreið, með björgunartækjum
og öðrum tækjum og tólum sem nýtast við björgun fólks úr bílslysum eða öðrum háska. Nýja bifreiðin leysir af
hólmi Mercedes Benz slökkvibifreið árgerð 1988 sem hefur þegar verið seld til Slökkviliðsins í Vestmannaeyjum.
Smíði
bifreiðarinnar á lokastigi hjá Rosenbauer í Noregi
Ný
slökkvibifreið fyrir Brunavarnir Suðurnesja, stuttu áður en hún var send til Íslands