Ný slökkvibifreið Slökkviliðs Akureyrar

Komin er til landsins ný slökkvibifreið af gerðinni Rosenbauer Buffalo fyrir Slökkvilið Akureyrar.
Þetta er önnur slökkvibifreiðin sem við höfum selt til Slökkviliðs Akureyrar. Upplýsingar um þá fyrri eru hér.

Í bæklingi eru allar frekari upplýsingar um nýju bifreiðina en hér er stutt lýsing.

Undirvagn er af gerðinni Mercedes Benz MB 3350/6x4 Actros MP2 með 503 hestafla V8 með sjálfvirkri skiptingu. Ökumannshús af M gerð.

Vatnstankur er 9.000 l. og froðutankur er 1.000 l.

Brunadælan er af gerðinni Rosenbauer R600 7.000 l/mín við 10 bar. Froðubúnaður sjálfvirkur RVMA500 ND.

Á þaki er úðabyssa af gerðinni Rosenbauer RM60E (með afköst allt að 7.000 l/mín og 95 m. kastlengd) og á stuðara RM8E (með afköst allt að 1.000 l/mín og 42 m. kastlengd) báðum stýrt úr ökumannshúsi.

Af aukabúnaði má nefna bakkmyndavél, loftstýrt mastur með 4 ljóskösturum 1000W ofl.

Frekari upplýsingar eru á vefsíðu Slökkviliðs Akureyrar og eins myndband.

Hér eru svo fleiri myndir frá höfuðstöðvum Rosenbauer og ferðalaginu til Akureyrar.

Á næstunni setjum við svo upp síðu um þessa bifreið á vefsíðunni þar sem upptaldar eru þær slökkvibifreiðar sem við höfum selt.

Hjartanlega til hamingju Akureyringar.



.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....