Nýja gerðin af Jockel léttvatnsslökkvitækjunum er komin

Að auki að vera ódýrari eru þau mun öflugri en eldri tækin. 6 l. tækið S6LJM er 27A 183B en það 9 l. S9LJM er 27A 233B.

Þetta eru öflugustu léttvatnstækin á markaði hérlendis og jafnframt þau ódýrustu.


Eldri tækin eru sambærileg við þau sem eru hér á markaðnum. Þeirra afköst eru 6 l. 13A 113B og 9 l. 13A 183B.

Það hefur vakið undrun sú aðferð sem tíðkast hér í höfuðstaðnum að skipta út dufttækjum og setja léttvatnstæki í staðinn. Einhvern veginn finnst okkur að það sé verið að veikja varnir með því að setja í stað tækis tæki sem er með minni slökkvimátt. Eða er mönnum ekki kunnugt um þennan mun ?

Margir framleiðendur leika þann leik að bjóða tæki ódýrar og er þá oftast um að ræða tæki með minni slökkvimátt sem annað hvort felst í slökkviefni eða dreifingu. Tækin geta þó uppfyllt alla staðla en þetta ættu menn að hafa í huga.

Til samanburðar er Jockel 6 kg. dufttækið sem við seljum 34A 233B.


Hér koma svo verðin.
LÉTTVATNSSLÖKKVITÆKI:

kr.
m/VSK.

 kr .
án VSK.

300370 Jockel  S6LJM 6 l. AB Léttvatnstæki m/mæli og veggfestingu. 27A 183B 8.640  6.940
300375 Jockel S9LJM 9 l. AB Léttvatnstæki m/mæli og veggfestingu. 27A 233B 10.269 8.248