Nýjar vörur komnar

Í lok síðustu viku fengum við ýmsar nýjar vörur á lager sem við erum smá saman að koma upplýsingum um á heimasíðu okkar.


Fyrir stuttu kynntum við ýmsan búnað fyrir slökkvilið til að fást við kjarr og skógarelda. Þetta er búnaður sem hentar líka fyrir frístundabyggð. Hér má lesa það helsta um þennan búnað og sjá verð. Innan skamms munu allr upplýsingar koma á vefsíðu okkar.

Hér má sjá mynd af dælunni en hún er m.a. með rafstarti. Við erum að láta útbúa Storz tengi á inn og úthlaup.



Hér eru svo myndir af öðrum búnaði sem kom eins og keðjusögum, vindbyssum (ágætt nýyrði sem Kristján Gunnarsson á Þingeyri skellti fram) og rafstöðvum.




Slökkvivagna af tveimur gerðum á einstöku verði. Hjólabúnaður, grindur, handföng og annað á þessum vögnum er mun sterklegri en við höfum áður séð.

50 kg. ABC duftvagnar og 50 l. AFFF léttvatnsvagnar. Tilbúnir til afgreiðslu strax og mun betra verð en áður.

Íslenskar leiðbeiningar.............



Við fengum margskonar slökkviefni eins og nýja gerð af léttvatni AFFF3 sem er um 20% ódýrari en við höfum áður verið með. Efnið er í 25 l. plastbrúsum eins og áður.



HMFL slökkvifroðu sem er alhliða slökkvifroða með þann eiginleika að geta unnið eins og þung, milli og léttfroða og eins léttvatn. Verð á þessari froðu er svipað og á venjulegri millifroðu. Nýjung hér og vert að skoða

Eins tókum við inn lítið magn af A slökkvifroðu fyrir þá sem eiga tæki og bíla fyrir 0,1% A froður. Það hefur heyrst að það slökkviefni sé mjög dýrt svo við vildum reyna fyrir okkur en verð á 25 l. brúsa til slökkviliða er á kr. 27.348 án VSK.  Við höfum ekki hugmynd um hvort það sé samkeppnisfært verð eða sem við veltum líka fyrir okkur hvort einhver sé að sinna innflutning á þessum efnum.

Við munum kynna þessa nýju HMFL gerð í frétt fljótlega á síðunni.







Ýmsar gerðir af upphreinsi og uppsogsefnum komu sem við höfum kynnt hér í fréttum og sett upp upplýsingar á vefsíðu okkar. Sjá hér. Á örfáum dögum höfum við fengið allnokkuð af fyrirspurnum og þegar selt góðan hluta.












Bakbretti ásamt höfuð/hálspúðum og ólum fengum við á verði sem er talsvert mikið lægra en á þeim brettum sem við höfum og erum með áfram á lager eða um helmingi lægra. Mjög athugandi fyrir þá sem hafa ætlað að verða sér út um slík bretti. Sjá upplýsingar.

Við erum að skoða innflutning á ýmsum öðrum tengdum búnaði frá sama aðila þar sem hér býðst mjög gott verð og þá eigum við ýmiskonar töskur, verkfæri, áhöld og fleira fyrir t.d. sjúkarabifreiðar, heilsugæsluna  ofl.









Fyrir slökkvitækjaþjónustur fengum við duftvélar, kolsýruáfyllingarvélar, þrýstiprófunarvélar, þurrkara og þvingubekki. Mikið af þessu er þegar selt og við byrjuð að talka niður pantanir og safna saman í nýja sendingu.

Lesið um vélarnar hér.









 















Eins fengum við nokkuð úrval af varahlutum í slökkvitæki og brunaslönguhjól. Hér eru myndir af tveimur hlutum. Nýjung sem við vorum komin með en þetta eru slöngufestingar á slökkvitæki. Nokkuð er um að slöngufestingar brotni og stendur slangan þá út í loftið en merð þessu slöngubandi má festa hana á ný. Til í svörtu og rauðu.

Hin myndin er af útdráttarfestingu fyrir brunaslönguhjól sem vantar víða. Það gerist ef málað er að það gleymist að setja festinguna upp að nýju og svo týnist hún. Mjög mikilvæg til að slangan rúllist rétt af hjólinu og inn á það á ný. Nauðsynleg ef nota þarf slönguna í eldi.