Nýr vefur er nú kominn á netið. Eins og þið sem heimsækið okkur reglulega hafið orðið varir við hafa engar fréttir birst
síðan 4. júlí síðastliðinn.
Ástæðurnar eru tvær. Við vildum bíða eftir nýja vefnum og eins höfum við sumir verið í sumarleyfi. Einhverjar lagfæringar og
breytingar verða gerðar á næstunni og við viljum biðja ykkur vinsamlegast um að láta okkur vita um villur sem þið verðið varir við
svo vefurinn megi nýtast sem best öllum sem áhuga hafa. Vinsamlegast sýnið okkur þolinmæði og biðlund ef eitthvað virkar ekki strax eins og
það á að gera. Við fórum milli kerfa og vildum fá allan vefinn upp á nýtt m.a. allar fréttir aftur til ársins 1997.
Þessi vefur er gerður af Stefnu ehf. á Akureyri eins og vefur dótturfyrirtækis okkar Rafborgar ehf. og t.d. Slökkviliðs Akureyrar en fyrir þeim vef
féllum við.
Við munum á næstunni koma inn fréttum af því sem gerst hefur frá því að fréttir voru settar inn síðast en
þar má nefna heimsókn til Wawraszek í Póllandi að skoða byggingu tveggja bifreiða sem væntanlegar eru nú í ágúst,
teikningar af flugvalla og húsabrunabifreið fyrir Egilsstaðaflugvöll og Brunavarnir á Héraði, myndir af vagni fyrir Brunavarnir Suðurnesja, kaup Brunavarna
Suðurnesja á Holmatro Core búnaði, sala á Toatsu dælu til MT-Bíla en dælan fer til Slökkviliðs Akureyrar, kynning á Toatsu dælum
en við eigum þær og Rosenbauer Otter dælur á lager ofl.
Sprengingar við Reykjanesbraut en þar höfum við hlaðið Anoliti í holur. Mun betri árangur en að hella úr sekkjum. Meira um það
þegar við höfum lært meira um innsetningar á síðuna. Eins sprengingar með Titan 7000 í jarðgöngum ofl.
Póstlisti verður virkur á síðunni þar sem þið getið skráð ykkur inn og fengið póst um leið og eitthvað nýtt er
sett á síðuna