Okkur var að berast pöntun í þrjá gáma frá Reykjavíkurborg

Í gær barst okkur pöntun frá Reykjavíkurborg í þrjá gáma, eiturefnagám, björgunartækjagám og svo reykköfunartækjagám að undangengnu útboði sem opnað var 12. mars síðastliðinn. Það eru allmörg ár síðan við seldum gám en þá var það var fyrsti gámurinn sem slökkvilið fékk til afnota en hann var keytur af Samtökum tryggingarfélaga og var hlutverk hans verðmætabjörgun og var hann nefndur verðmætabjörgunargámur. Sá gámur var smíðaður í Noregi og búnaður kom frá Svíþjóð. Aðrir gámar hafa ekki verið seldir hérlendis til slökkviliða.

Nú bætast við þrír gámar hjá SHS slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þeir eiga tvo bíla með gámalyftibúnaði annan frá okkur af Rosenbauer gerð.

Verðmunur var talsverður en aðeins tveir buðu en sýnir hversu hagstæðir í verði og um leið gæðamikill búnaður er frá Wawrzaszek í Póllandi en frá þeim höfum við boðið og selt slökkvibifreiðar, kerruvagn, margs konar búnað og innréttingar í slökkvibifreiðar og núna síðast gáma.

Hér má lesa um opnun útboðsins.


ISS Wawrzaszek gámur