Í dag voru opnuð tilboð vegna verðkönnunar Fasteignastofu Reykjavíkurborgar nr. 110 “Slökkvitæki í grunnskóla” ISR verk
10403. Eftirfarandi tilboð bárust.
1. |
Slökkvitækjaþjónustan Prófun |
kr. 3.261.942 |
58.25% |
2. |
Nortek ehf |
kr. 2.998.829 |
53,55% |
3. |
Öryggismiðstöð Íslands |
kr. 2.307.713 |
41,21% |
4. |
Ólafur Gíslason & Co. h.f. |
kr. 3.078.693 |
54,98% |
5. |
Securitas h.f. Tilboð A |
kr. 3.985.232 |
71.16% |
|
Tilboð B |
kr. 3.031.366 |
54,13% |
|
Kostnaðaráætlun |
kr. 5.600.000 |
100.00% |
Eftir á að fara yfir tilboðin en það verður að segjast eins og er að hart hlýtur að vera á dalnum en um leið veltir maður
því fyrir sér hvaða viðmið sé í kostnaðaráætlun sem er all fjarri lagi. Samkeppnin í sölu og þjónustu slökkvitækja
hefur verið hörð ekki bara undanfarið heldur um langan tíma.
Tilgangur verðkönnunar er m.a. sú að skipta á út dufttækjum og vatnstækjum úr skólum borgarinnar og setja léttvatnstæki og
kolsýrutæki. Fyrirvari á þessari verðkönnun var ótrúlega stuttur eða frá fimmtudeginum 30. september og til dagsins í dag eða 3 virkir
dagar. Þrátt fyrir stuttan frest bárust spurningar varðandi verkið og svör við þeim en þær voru eftirfarandi.
Spurning: Eru gerðar sérstakar kröfur um slökkvimátt, hvað margar A og B slökkvieiningar?
Svar: Í leiðbeiningum Brunamálastofnunar nr. 165.BR1, sem bent er á í verklýsingarkaflanum um "Ný slökkvitæki", er tafla um eiginleika
handslökkvitækja og er þar um lágmarksgildi að ræða. Taflan hefur verið skönnuð og fylgir með sem viðhengi. Eins og segir neðst á
síðunni í skýringu 2 eru stærð, slökkvigildi og tæmingartími skv. EN3. Þyngd og langdrægni eru m/hliðsjón af BS5306. Léttvatn er
nefnt froða í töflunni og er miðað við tegundina sem er í tveimur efri línunum þar.
Spurning: Verða tilboðin metin með tilliti til hversu mikinn slökkvimátt tækin sem boðin eru hafa?
Svar: Tækin þurfa að uppfylla umrædda staðla, en verða að öðru leyti metin á grundvelli verðs. Slökkvimáttur umfram kröfur
staðals hefur því ekki áhrif.
Spurning: Liggur fyrir yfirlit yfir slökkvitækjaþörf með tilliti til slökkvieininga í mismunandi rýmum, meðal annars í þeim tilfellum
þar sem fjarlægja á tæki.
Svar: Fyrir liggur listi yfir slökkvitækjaþörf í sérhverjum grunnskóla samkvæmt forsendum sem samþykktar hafa verið af Forvarnadeild
Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Val á tækjum er ekki byggt á slökkvieiningaþörf einni saman.
Það sem vakti athygli okkar var svarið við annari og þriðju spurningu. Í svari við spurningu tvö kemur fram að ekki sé metinn umfram
slökkvimáttur tækjanna sérstaklega aðeins verð sem er um leið tilsögn til okkar innflytjenda slökkvitækja að vera ekki að leggja
áherslu á öflugri tæki en þau sem uppfylla staðalinn.
Í svari við spurningu þrjú kemur fram að ekki er aðeins metinn slökkimáttur í hverju tilfelli fyrir sig en í svari við spurningu eitt er bent
á reglur Brunamálastofnunar um val á slökkvitækjum en þar kemur einnig m.a. fram hvernig velja skuli slökkvitæki miðað við
slökkvimátt. Það sem við viljum koma á framfæri er að það hefur tíðkast hér í höfuðstaðnum að skipta út
slökkvitækjum þá aðallega dufttækjum og setja léttvatnstæki í staðinn sem oftast hafa mun minni slökkvigetu en það tæki sem fyrir
var. Í okkar huga er aðeins verið að veikja varnir sé um sömu aðstæður að ræða og þegar það slökkvitæki sem skipt
var út var sett upp. Eða var engin hugsun bak við val slökkvitæksins í upphafi ? Duftslökkvitæki velflest alla vega hjá vandaðri innflytjendum hafa
slökkvimátt um 34A en velflest léttvatnstæki eru frá 13A og þau bestu ná 27A (Jockel).
Eðlilega eru slökkvitæki með meiri slökkvimátt en staðall krefur um dýrari en þó hefur verð farið verulega lækkandi eins og
sjá má í þessari verðkönnun.
Benedikt Einar Gunnarsson