Í október opnum við þjónustumiðstöð fyrir slökkvitæki í húsnæði okkar. Við erum komnir
með öfluga duftvél, kolýruáfyllingarvél einnig fyrir patrónur, þrýstiprófunarvél fyrir kolsýrutæki ásamt
ýmsum handverkfærum og öðrum nauðsynlegum búnaði frá Fritz Emde í Þýskalandi en frá þeim framleiðanda höfum
við selt flest allar áfyllingarvélar fyrir slökkvitækjaþjónustur víðs vegar um landið.
Duftvélin er af gerðinni PFF III/SW mjög öflug ( 20 kg. á mín. 300mbar) en nokkrar vélar eru af þessari gerð hérlendis hjá
viðskiptavinum okkar eins og á Eskifirði, í Vestmannaeyjum, Keflavíkurflugvelli, á Ísafirði, á Akranesi og í Keflavík.
Kolsýruáfyllingarvélin er af gerðinni KUD5 fyllir bæði
tæki og patrónur og er þetta fyrsta vélin hérlendis af þessari gerð.
Þrýstiprófunarvélin er af HD2W gerð og þrýstiprófar tvö tæki í einu. Flestar
þrýstiprófunarvélar hérlendis eru heimasmíðaðar en tvær höfum við flutt inn og selt frá Bandaríkjunum.
Við höfum undanfarið þjónustað þau
dufttæki sem okkur hafa borist en erum þessa dagana að setja upp kolsýruvélina og þrýstiprófunarvélina og gerum ráð fyrir að
þessar vélar verði komnar í gagnið í október.
Tveir starfsmanna okkar eru réttindamenn og hafa þeir unnið að undirbúningi og eins og við sögðum í dreifibréfi
í júlí þá gerum við ráð fyrir að við munum hefja móttöku tækja af alvöru um miðjan október.
Verðskrá er ekki ákveðin en mun verða ákveðin í byrjun október. Við höfum hingað til haft
undirverktaka í þessari þjónustu og munum eflaust leita til þeirra með þessu en gerum samt ráð fyrir verðlækkun frá þeim
verðum sem þjónustan hefur verið seld á.
Það er von okkar að þessari nýju þjónustu verði vel tekið af viðskiptavinum okkar.