Opnun tilboða í sjúkrabifreiðar


Í þar síðustu viku voru opnuð tilboð í sjúkrabifreiðar og tókst okkur að vera þar með hæsta tilboðið, en þó voru allir undir kostnaðaráætlun.

Ýmislegt kom á óvart og eins hver staðan er eftir síðasta útboð, sem var í byrjun síðasta árs. Þá átti að afhenda 7 VW bifreiðar um miðjan desember, en eftir því sem best er vitað er engin bifreið tilbúin að öllu leyti. Sú bifreið sem við höfum séð er ekki útbúin eins og upptalið var í kröfulýsingu. Heimildir eru til breytinga á byggingarferli, en nokkuð sérstakt var að sjá m.a., að sæti við höfðagafl er ekki í þeirri bifreið, sem við sáum. Það þótti mikilvægt að hafa sætið. Eflaust til skýringar á því.

Útboðsgögnin voru nánast alveg eins þ.e. fyrir minni bifreiðarnar. Það sem var öðruvísi nú voru breyttar almennar kröfur þess, sem sá um útboðið og nú var eins og var fyrir nokkrum árum verðið, sem réði úrslitum þ.e.a.s. 100% verð en ekki 80% verð og 20% eiginleikar bifreiðar (undirvagnsins), eins og var í síðasta útboði. Aldrei hefur frágangur eða hönnun sjúkrarýmis og þess þáttar, sem yfirbyggjandinn framkvæmir verið tiltekið.

Eins og áður tryggir kaupandi 80% af gengismun. Það þýðir einfaldlega, að þátttakendur þurfa að tryggja sig fyrir 20% gengisfalli, sem þýðir hærra verð og ávinningur kaupanda, ef gengi styrkist er ekki 100% heldur 80%.

Hér á eftir er tafla yfir bjóðendur og röð þeirra. Boðið var með tilvísun í gengi, en ekki hvert gengið var virðist vera og útbjóðandi taldi sig ekki þurfa að lesa upp gengistöluna eins skrítið og það er. Ekki einu sinni tllvísun í gengi, né hver gengisupphæðin er.

Í útboðsgögnum kemur fram að taka skal hagstæðasta tilboði eða hafna öllum ef ástæða þykir. Við lítum þá svo á að velja þarf lægsta tilboðið og það tekið í heild sinni.

    Minni bifreið     Stærri bifreið      
Nr Bjóðandi  Tegund Ein.verð Tilboðs-fjárhæð Tegund Ein.verð Tilboðs-fjárhæð Heildartilboðs-fjárhæð
5 Fastus ehf VW T5 Tdi 4x4 13.614.013 81.684.078 Sprinter Cdi 319 4x4 16.640.777 116.485.439 198.169.517
4 Ósland ehf Transporter T5 ISOL 13.509.909 81.059.454 Sprinter CDI KA.ISOL 17.315.397 121.207.779 202.267.233
5 Fastus - tilboð 2 VW T5 Tdi 4x4 13.935.099 83.610.594 Sprinter Cdi 319 4x4 17.122.405 119.856.835 203.467.429
6 Automax ehf VW Transporter T5 4 Motion 14.000.000 84.000.000 Sprinter Cdi 319 4x4 18.000.000 126.000.000 210.000.000
4 Ósland - tilboð 2 VW transporter T5 Visser/ISOL 14.309.797 85.858.782 Sprinter Visser/ISOL 18.009.830 126.068.810 211.927.592
1 Automaster ehf /Emmert VW T5 4 motion rescue 1 16.092.797 96.556.782 VW T5 4 motion rescue 2 16.683.744 116.786.208 213.342.990
3 Bílaklæðningar ehf VW Transport LWB 2.0 Tdi 4m DSG 14.846.008 89.076.048 Sprinter 319 CDI 4x4 17.910.466 125.373.262 214.449.310
4 Ósland - tilboð 3 Transport T5 Visser 15.128.896 90.773.376 Sprinter Otaris Visser 18.743.970 131.207.790 221.981.166
1 Automaster - tilboð 2 VW T5 4 motion rescue 1 16.092.797 96.556.782 Sprinter 319 4x4 R2 19.023.895 133.167.265 223.940.641
2 Ólafur Gíslason & Co hf.
Profile Neo VW 4x4 16.407.460 98.444.760 Profile Genios MB sprinter 4x4 18.998.084 132.986.588 231.431.348
  Kostnaðar áætlun: Minni bifreið 16.300.000 97.800.000    Stærri bifreið 19.400.000 135.800.000 233.600.000

 

Profile norskar sjúkrabifreiðar

Eftirfarandi eru áhugaverðar staðreyndir.

Kostnaðarverðið á minni bifreiðunum útgefið af  RkÍ er 12% lægra en í fyrra.

Gengið er tæplega 4% lægra en í fyrra.

Fastus sem var samkvæmt upplestri með lægstu verð bauð 15% lægra verð en í fyrra á minni bifreiðinni.

Lægsta tilboðið (Fastus) er 16,5% lægra á minni bifreiðinni og 14,2% lægra á stærri bifreiðinni en uppgefið kostnaðarverð.

Ósland sem var í öðru sæti með ISOL tilboð sitt bauð nú 8% lægra verð á minni bifreiðinni en í fyrra