Opnun útboðs í einkennisfatnað Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins

Þann 7. október síðastliðinn voru opnuð tilboð í einkennisfatnað fyrir SHS en slíkt útboð hefur ekki verið um all langan tíma.

Sjá tilboðin

Alls bárust níu tilboð frá sjö aðilum og mjög er jafnt á þeim aðilum sem buðu alla línuna en aðeins er 28% munur á hæsta og lægsta. Eftir á að kanna hvort aðilar hafa uppfyllt kröfur SHS um fatnaðinn en augsjáanlegt er að margir hafa áhuga en aðeins fáir hafa verið útvaldir hingað til í sölu á vinnufatnaði til SHS.

Við buðum í hluta og þá aðeins í vinnufatnaðinn en ekki hátíðarfatnað eða þ.h. M.a. Buðum við frá birgjum í Noregi og Danmörku. Það virðist hafa verið á stundum erfitt fyrir SHS að fá fatnað og er það eflaust vegna smæðar markaðins því örfá lið utan SHS nota fatnað sem þennan og innan liðsins eru 150 menn.