Profile finnski sjúkrabifreiðaframleiðandinn

RAUÐI HANINN 2005

Profile finnski sjúkrabifreiðaframleiðandinn sýndi í samvinnu við De Vries sem er hollenskur umboðsmaður þeirra. Það er eins og við höfum kynnst einstaklega vönduð framleiðsla og tæknileg og þær nýjungar sem Profile hafa komið með eru margar eins og rafbúnaðurinn Profile IWS sem hefur eftirlit með rafbúnaði bifreiðar og stýrir stórum hluta þess eftir fyrirfram forrituðm skipunum. Nokkrir slökkvibifreiðaframleiðendur hafa tekið þetta upp. Eins er með innréttingar í bifreiðunum. Sumir framleiðendur hafa fengið hugmyndir þaðan.



Hér er Sprinter gulur að lit. Fleiri og fleiri taka upp gula litinn og m.a. segir Slökkvilið Kaupmannahafnar að bifeiðar þeirra sjáist betur og þeir hafi orðið fyrir minna tjóni eftir að þeir tóku upp gula litinn á sjúkrabifreiðarnar. 




Hér er VW en það er vörumerki Profile rendurnar tvær að framan hvort sem þær eru litaðar eða ekki eins og á Sprinternum að ofan.


Hér er aftur á móti Chevy sem er mjög vinsæll m.a. á Norðurlöndum og í Benelux löndunum. Þessir eru fáanlegir 4 x 4 í öllum hæðum.

 

Heyrst hefur að það styttist í útboð Rauð krossins. Það verður fróðlegt að fylgjast með hver hreppir hnossið og á hvaða forsendum. 

 
Profile framleiðir í dag um 300 bifreiðar í Finnlandi og um 150 bifreiðar í Eistlandi. Einnig er framleiðsla í Noregi um 80 bifreiðar. Profile er hefur sérstaka viðurkenningu sem sjúkrabifreiðaframleiðandi á undirvagna frá Benz og Volkswagen verksmiðjunum. Framleiðir m.a. fyrir þá.
 
              Frekari upplýsingar um sjúkrabifreiðar