Við afgreiddum frá okkur í byrjun febrúar Protek 922 úðabyssu, en það er úðabyssa sem skilar allt að 1.900 l/mín.
Þessi stærð er svipuð úðabyssunum sem eru á stuðara flugvallbifreiðanna á Akureyri, í Reykjavík og á Egilsstöðum.
Nefna má líka þakbyssuna á Bakkaflugvelli og eins byssurnar á Rosenbauer RIV1200/200 Dodge bifreiðunum sem eru á ýmsum flugvöllum um
landið.
Stýrð með stýripinna og stýring á bunu og úða. Einfalt verkfæri. Í þessari útfærslu skilar hún rúmum 1.200
l/mín. Úðastúturinn er af 820E gerð, en það er hann, sem ræður vatnsmagni. Lesa má og sjá myndir af búnaðnum í hlekk
hér að neðan þ.e. bæklingur. Í búnaðnum er rafstýrður loki á vatnslögn svo byssunni er alfarið stjórnað frá
stýripinna.
Gerð
922
|
Fjarstýrður upp og niður um 135°og til hliðar um 320°. Flæðir allt að 1.900 l/mín. Hámark í gegnum stút 1.325
l/mín. 12 eða 24V. Úr áli. Gírmótorar alveg lokaðir. Gírbúnaður úr ryðfríu stáli. 2" inntak og 1 1/2"
úttak kall. Þyngd 7 kg. Tvær gerðir stýribúnaðar. Standard rofabúnaður með rofa fyrir hverja hreyfingu eða eitt handfang. Hægt að
fá rafstýrðan 2" loka á inntak.
Bæklingur
|
Verkefnið sem byssan fór í er mjög sérstakt. Við höfum ekki áður afgreitt svoan vandaða byssu í slíkt verkefni og er það
vona og óska okkar að verkefnið gangið vel.
.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar,
fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....