Ramfan blásara bæði reykblásara og yfirþrýstingsblásara

RAUÐI HANINN 2005

Við höfum í nokkur ár flutt inn og selt Ramfan blásara bæði reykblásara og yfirþrýstingsblásara. Ramfan var með sýningarbás og hafa þeir komið upp lager í Evrópu sem við pöntum nú frá. Það var tiltölulega stuttur afgreiðslufrestur en ætti að styttast enn frekar. Ramfan framleiðir blásara fyrir allmarga sem selja síðan undir sínu nafni. Það sést auðveldlega hvaðan hver blásari er upprunalega. Verð hefur ávallt verið hagstæðast á Ramfan blásurum.
 

Helsta nýjungin frá Ramfan og þarf að leiðandi líka frá öðrum er þessi blásari EV420-40 sm 2.2 hö sem er með stiglausri ræsingu og hraðastillingu sem þarf þá mun minni straum til að fara í gang. Mikið af fylgihlutum er hægt að fá með þessum blásara eins og vatnskælihring, plastbarka flata beina og með beygju. Afköst þessa blásara eru 18.000 m3/klst.  Þyngd 33,6 kg. og stærð 58H x 43B x 40D sm.


Sjá bækling


 
Eftirspurn eftir öðrum gerðum blásara fyrir alls konar iðnað hefur aukist all verulega og er það ætlun okkar að bjóða nokkrar gerðir þar m.a. þessa sem sýnd er hér á mynd. Við erum að endurgera vefsíðuna fyrir blásara og munum gera hana aðgengilegri m.a. fyrir aðra en slökkviliðin. 
 
Þessar gerðir eru til í nokkrum stærðum eins og 20 sm. og 30 sm. og afkastageta eykst eftir auknu þvermáli. Eins eru blásarnir til í neistafríum útfærslum. Mikið af fylgibúnaði eins og börkum, beygjum (fyrir t.d. undirgöng), töskur, geymsluhólkar ofl. Eins eru þessir blásarar til í útfærslum eins og hefðbundnir reykblásarar