Renault Mascott sem byggður er af ISS-Wawrzaszek í Póllandi.

Í tímaritinu Utryckning nr. 3 2004 á síðu 56 er grein um Renault Mascott sem byggður er af ISS-Wawrzaszek í Póllandi. Bifreiðin var á sýningarsvæði (Floby)Autokaross á Skydd 2004 sýningunni sem var nú í september í Stokkhólmi.

Bifreiðin er búin 156 hestafla vél og vegur um 6500 kg. tilbúin í útkall. Yfirbyggingin er úr trefjaplasti svo kölluðu ,, sandwichlaminated´´ plasti.Vatnstankur tekur um 1.000 l. og froðutankur er 100 l. Dælan er sænsk af Ruberg gerð R12 sem gefur um 1.200 l/mín og hefur soginntak frá opnu sem Svíar eru ekki vanir nú í seinni tíð. Fullkominn stjórnbúnaður. Gott skáparými og  slöngukefli. Hleri er á bakhlið sem opnast upp og er það nánast öll bakhliðin sem opnast og gefur gott skjól fyrir ofankomu. Ljósamastur er á bifreiðinni 2 x 1000W. Áhafnarhús er fyrir 5 manns.

Þó bifreiðin líkist ekki sænskum slökkibifreiðum þá fékk hún góða dóma og er talin henta vel á minni slökkvistöðvar með tilliti til stærðar og verðs því fá má tvo svona á verði einnar BAS slökkvibifreiðar.

Sem sagt tveir fyrir einn. 

Ófáar greinar hafa undanfarið verið birtar í Feuer Wehr tímaritinu af bifreiðum sem byggðar hafa verið af Wawrzaszek í Póllandi fyrir þýsk og pólsk slökkvilið. M.a. bifreiðar með Ziegler dælur.