Reykskynjarinn gefur þér þrjár mínútur

Í fróðlegri grein í Sirenen nr. 3 frá því í maí í fyrra er greint frá rannsóknum m.a á viðbragði reykskynjara þ.e. milli jónískra og optískra miðað við mismunandi elda.
Fyrirsögn fréttarinnar er helsta niðurstaðan.

Fjallað er um rannsóknir á viðvörunartíma, hvernig hann nýtist viðkomandi, að degi eða nóttu. Rannsóknir, hvenær loftið sem við öndum að okkur er orðið hættulegt okkur o.s.fv. Hvar staðsetja skuli reykskynjara og af hvaða gerð.

Meðal annarra staðreynda er, að jónískur skynjari bregst fyrr við eldi eða eldslogum en sá optíski við glóðabruna.

Margt fleira kemur fram í greininni en hún hvetur okkur enn frekar að bjóða allar gerðir reykskynjara þ.e. jóníska, optíska og hitaskynjara og samtengingarmöguleikann að auki.

Þetta eru kannski gamlar fréttir en eiga erindi til allra hvar og hvenær sem er.

Upplýsingar um reykskynjara.