Reykskynjarinn varð til bjargar á Hvolsvelli

Einstæð fjögurra barna móðir missti allt sitt í eldsvoða á Þorláksmessu. Engum tryggingum var til að dreifa. Svona hljómar fyrirsögn í Morgunblaðinu í dag. Hafin hefur verið söfnun fyrir fjölskylduna og þeir sem vilja leggja henni lið er bent á bankareikninginn 1152-26-1277 kt. 300377-5569.   Eins og fram kemur í fyrirsögn er sagt að enginn vafi leiki á að reykskynjarinn hafi bjargað. Móðirin sýndi snarræði við að koma öllum út.

Enn á ný sanna reykskynjarar notagildi sitt. Slökkvilið Brunavarna Rangárþings brást skjótt við og kom líklega í veg fyrir stórbruna.

Við hvetjum þá sem geta að styðja fjölskylduna sem á nú um sárt að binda.