Risasending af Holmatro björgunartækjum


Fyrir nokkru vorum við að taka inn og afgreiða risasendingu af Holmatro EVO 3 björgunartækjum fyrir tryggan Holmatro viðskiptavin okkar.

Holmatro sending

 

 

Settið er af Holmatro Greenline EVO 3 gerð sem er þriðja kynslóðin af rafhlöðudrifnum björgunartækjum frá Holmatro. Nýjasta línan af litíum rafhlöðum er í tækjunum og einfalt að fylgjast með hleðslu. Rafhlaðan er staðsett ofan á tækjunum svo auðvelt er að skipta um rafhlöðu sé þess þörf. Stýrihandfang er miðjusett og einfalt að vinna með. Tækin eru vatns og veðurvarin eftir IP54 staðli. Greenline Evo tækin vinna allt að 33% hraðar en fyrri gerðir af rafhlöðudrifnum björgunartækjum. Vinnur við allt að -20°C. Rafhlöðudrifnu Holmatro tækin eru jafn öflug og vökvadrifnu Holmatro tækin. Sex díóðuljós í handfangi.

Klippurnar eru af CU5050i EVO3 gerð Þessi gerð er byltingagerð nýjung en blöðin hallast sem auðveldar aðgengi að póstum og þaki. Auðveldar alla klippivinnu. Klippir með 141,6 tonna afli og opnast í 182 mm. Þyngdin aðeins 20,9 kg. en 21,9 kg. með rafhlöðu. Stærðin er 898x298x268mm.

 Holmatro GCU 5050i EVO klippur
Holmatro GSP5250 EVO glennur Glennurnar eru af gerðinni GSP5250 EVO3 en þær opnast um 725 mm með 37,3 tonna afli og klemma með 13,8 tonna afli. Þyngd aðeins 21,1 kg. en með rafhlöðu 22,1 kg.

Tjakkar eru af gerðinni  GTR5350 EVO3 en opnunarafl hans er 22,1 tonn á fyrsta strokk en 10,3 tonn á seinni. Heildarlengd er 1285mm. útdreginn en í upphafsstöðu er hann 560mm. Þyngd aðeins 23,6 kg. en með rafhlöðu 24,6 kg. Með glennunum fylgdu glennuendar og keðjur og krókasett.

 

 Holmatro GTR5350LP EVO tjakkur
 Holmatro BPA litúm hleðslurafhlaða

Litíum rafhlöður af gerðinni BPA285 6Ah 28V eru með hverju tæki og eins aukarafhlaða fyrir hvert tæki. Hleðsla tekur um rúma 1 klst. 500 skipti.

Hleðslutækin af gerðinni BCH1 230V/50Hz eru þrjú þ.e. eitt fyrir hvert tæki. Hleður 5 Ah stunda rafhlöðuna á 75 mínútum.  BCH1 Hleðslutæki 230V/50Hz
 BMC1 Beinhleðslutæki Beinhleðslutæki með 2,5 m. langri snúru að straumbreyti og 8 m. langri snúru að tæki eitt á hvert sett.

 

Loftpúðastýribúnaður Holmatro 12 bara lyftipúðar Secunet loftpúðavörn Holmatro A kubbar
 Holmatro B kubbar  Holmatro sílsaklossi  Holmatro SEP5 varnarhlífar  Holmatro V-Strut stoðir
Burðarplata fyrir V-Strut stoðir


Að auki fylgdu settunum, A og B kubbasett, SEP5 hlífar til að setja á skarpar brúnir, vinnudúkur, loftpúðavörnin Secunet á stýri, púðasett með stýribúnaði, V-Strut stoðir með stuðningsplötum og hníf.

Ef frekari upplýsinga er þörf um Holmatro tækin sendið fyrirspurn á oger@oger.is eða hringið í síma 5684800