með pinnum, tilheyrandi ólum og
hálskraga. Þessi bretti eigum við fyrirliggjandi og er ætlunin að svo verði áfram.
Pro-Lite XT 717 bakbrettin eru létt aðeins tæp 6 kg. Þau eru 183 sm. á lengd, 41 sm. á breidd og
6 sm. á þykkt. Smíðuð sem ein heild þ.e. engin samskeyti. Þola verulegan þunga (ótakmarkaðan).
Sextán handföng 6 x 13 sm. Mjókka upp úr 41 sm. í 36 sm. Íhvolf lögun styrkir og minnkar geymslupláss. Tvö borð staflast á innan
við 10 sm. Neðri hluti beygist aðeins til að auðvelda því að koma bretti fyrir við þröngar aðstæður.
Umlykur neðri hluta líkamans á sem réttastan hátt. Fer vel með sjúklinginn (flotkraftur). Hægt að nota allar gerðir höfuð eða
hálskraga á brettin.
Reykköfnunartækin eru byggð upp af Scott og Sabre Contour og eru með léttustu og öruggustu reykköfunartækjum sem völ er á.
Hér getur þú skoðað
frekari upplýsingar Þau eru viðurkennd samkvæmt prEN137: 2002 class II, ásamt því að vera prófuð við
sérstakar hita og loga prófun (incorporating the stringent flame engulfment test). Viðurkennt lunga, tryggt loftflæði, 100% Kelvar vefnaður, fallhlífar sylgjur,
ný gerð stillingarbands á loftkút og auðveld endurnýjun.
Létt afrafmögnuð bakplata með Kelvar kútabandi (auðveld skipti á kútum) og stillanlegum fóðruðum ólum. Tvöfalt kerfi með
framhjáhlaupi, mælir og 55 bara flauta. Ýmsar tengingar á lofti. Bakplata stillanleg fyrir aðrar stærðir af kútum.
Tækin eru með 46 mín léttkútum og 300 bara þrýsting. Tækin eru eins og áður sagði vönduð með Kelvar tregbrennanlegum
ólum. Kútarnir eru léttkútar með 1.860 l. af lofti og vega aðeins 6,8 kg. fullhlaðnir. Þvermál 160 mm og 600 mm. langir.
Líftími minnst 15 ár. Scott Propak tækin eru með Vision 3 maska og sá maski eru um margt mjög einstakur þar sem glerið er mjög kúpt og
eykur útsýni miðað við aðrar venjulegar gerðir af möskum.