SHS kaupir Holmatro 4055 NCT II klippur

Í lok síðustu viku fékk Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins fyrstu Holmatro 4055 NCT II klippurnar sem við höfum selt.
Klippurnar fengu þeir ásamt öðrum búnaði frá Holmatro, en þeir nýttu sér rýmingarsöluna hjá Holmatro, sem við auglýstum 21. janúar síðastliðinn. Hægt var að setja saman pakka með nýju og notuðu svo hagstætt varð.

Hjartanlega til hamingju með þennan öfluga búnað.

Búnaðurinn var eins og sá búnaður sem fyrir er hjá SHS af Holmatro Core gerð þ.e. einnar slöngu kerfi sem er svo vinsælt og öruggt, að aðrir framleiðendur apa það eftir. Sama má segja um einnar dælu kerfið, þar eru keppinautarnir komnir með það sama. Það er ekki leiðinlegt að skipta við brautryðjandann.

Klippurnar 4055 NTC II ætlum við að kynna hér á síðunni innan skamms, en upplýsingar um klippurnar eru á vefsíðu okkar, þar sem fjallað er um björgunartæki. Eins eru greinagóðar upplýsingar á nýrri heimasíðu Holmatro.

Klippurnar í Core útfærslu vega aðeins 19,6 kg. tilbúnar til notkunar. Opnun er 202mm og klippiaflið 103,8 tonn.



Annan búnað fengu þeir um leið, eins og 10m. slöngur tvær PPU10 dælur og tjakk TR4350C. Glennur voru til fyrir og settið varð fullkomnað.

Það mest bitastæðasta af útsölulista Holmatro er uppselt. Við þökkum þeim sem sýndu þessu áhuga og voru fljótir til og nýttu sér þessi frábæru kjör.

.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....