Sjálfvirk slökkvitæki fyrir rafmagnstöflur
Komum í veg fyrir eldsvoða og tjón með því að koma fyrir sjálfvirku slökkvitæki í rafmagnstöflum og annars staðar þar sem eldhætta getur leynst.
ΑMFE – sjálfvirkt smáslökkvitækisem virkjast við 70°C
Afleiðingar eldsvoða eru oft hrikalegar og þá ekki einungis fyrir fólk sem verður fyrir beinum áhrifum af þeim, heldur einnig alla þá sem tengjast slíkum atburðum óbeint. Kostnaður vegna viðgerða og endurnýjunar á húsnæði og búnaði er eitt, en tjón getur líka hlotist af truflunum á þjónustu, eins og t.d. á rafmagni í húsum, þó eldsvoði teljist jafnvel minniháttar.
AMFE er innbyggt, sjálfvirkt slökkvitæki sem bregst við eldsupptökum um leið og þau verða. Búnaðurinn er ekki aðeins mjög nettur heldur vinnur einnig á áreiðanlegan og sjálfvirkan hátt allan sólarhringinn. Hann er notaður til að slökkva eld á fyrstu stigum hans, s.s. í rafmagnstöflum og öðrum rafbúnaði sem ekki er auðvelt fyrir fólk að nálgast.
AMFE hefur verið þaulprófað með tilliti til titrings og umhverfisáhrifa á borð við hita- og rakastig auk þess að standast álagspróf.
Inniheldur hvorki eiturefni né ætandi efni, leiðir ekki, skilur ekki eftir leifar eftir virkjun og hefur hvorki áhrif á ósonlagið né hlýnun jarðar.
AMFE er lítið og nett slökkvitæki sem virkjast við 70°C og hentar fyrir flestar gerðir af rafmagnstöflum. Það fæst í tveimur stærðum, 24 ml fyrir heimili og 70 ml sem er hentugt fyrir rafmagnstöflur í fyrirtækjum og stærra húsnæði.