Sjö af ellefu slökkvibifreiðum

Í tengslum við þing slökkvistjóra nú fyrsta vetradag var hluta af flota slökkviliðanna í Árnessýslu stillt upp við Slökkvistöðina á Selfossi. Af þeim ellefu bifreiðum sem þar voru eru sjö seldar af okkur. Það er til fyrirmyndar að sveitastjórnir og stjórnendur slökkviliðanna í þessari sýslu hafa keypt nýjar slökkvibifreiðar fyrir slökkviliðin en ekki gamlar.


Það var sérstök tilfinning að sjá þarna saman komna stóran hluta slökkvibifreiða í sýslunni og að þarna áttum við sjö slökkvibifreiðar af ellefu en það eru slökkvibifreiðar sem eru staðsettar á Selfossi (Rosenbauer Benz og körfubifreiðin), Hveragerði (Rosenbauer MAN), Laugarvatni (Wiss Renault ), Reykholti (Wiss Renault), Ölfusi (Wiss Renault), og Árnesi (Wiss Renault). Sjá myndir.

Árnes sá nýjasti
.