Nú í vikunni kom til landsins ný slökkvi og björgunarbifreið fyrir Slökkvilið Norðurþings. Bifreiðin er byggð hjá Wawrzaszek í Bielsko Biala í Póllandi. Bifreiðin er af Mercedes Sprinter gerð fjórhjóladrifin sjálfskipt með 190 hestafla vél. Við óskum Slökkviliði Norðurþings hjartanlega til hamingju. Við áttum afskaplega ánægjulegt samstarf við Norðurþingsmenn við hönnun og útfærslu á þessari bifreið. Eins við umboðsaðila One Seven. Við höfum ekki selt áður eins útbúna bifreið en fyrir all nokkrum árum seldum við Sprinter til Álversins í Straumsvík sem var innréttaður með búnaði og tækjum til að fást við spilliefnaslys.
Bifreiðin er með One Seven slökkvibúnaði af gerðinni OS-9020T ásamt loftpressu og 350 l. dælu. 300 l. vatnstankur ásamt svo froðubrúsa. Wiss slöngukefli með slöngu og sérstökum One Seven úðastútum.
Rafstöð af Eismann gerð 2,5 kV. á útdraganlegum palli í hliðarskáp. Tenglar frá henni. Loftdrifið Fireco ljósamastur með 12V Nordic ljósum.
BAS stigi á þaki í þar til gerðum búnaði af gerðinni Baggio til auðveldrar losunar.
Reykkafarasæti fyrir þrjá með festingum fyrir reykköfunartæki af gerðinni Interspiro. Í reykkafararúmi er borð með læstum skúffum og vinnuljósum. Uppi fyrir aftan reykkafarasætin eru tvö lokanleg hólf. Góð lýsing. Milli framsæta er vandaður læsanlegur geymslukassi fyrir möppur og á kassanum eru m.a. ljósarofar ásamt stýribúnaði fyrir ljósamastur.
Rafmagnsspil af Warn gerð er að framan. Einnig díóðuljóskastarar. Vinnulýsing á hliðum og bakhlið. Á hvorri hlið eru skápar með rennihurðum og skúffur eða pallar fyrir ýmsan búnað eins og Holmatro klippibúnað m.a. rafhlöðudrifnar sambyggðar klippur og glennur af GCT5117 EVO3. Blá ljósarenna á þaki ásamt bláum díóðu ljósum á hliðum og bakhlið. Federal sírena og Motorola MTM5400 dulkóðuð talstöð.
Bifreiðin er búin afar vandaðri hitamyndavél af gerðinni Flir KF6 með tengingu við upptökubúnað. Ein vandaðasta Flir hitamyndavélin sem fæst. Við eigum ágætt samstarf við Ismar en frá þeim tökum við hitamyndavélar.
Bifreiðin er m.a. með Rino Skin Line X á gólfi til verndunar og álrenningar eða gúmmílistar sem það á við. Á hliðum eru skápar með rennihurðum fyrir ýmsan búnað eins og rafstöðina, Holmatro björgunartæki.
Battenburg endurskinsmunstur á hliðum og rendur að aftan.