Slökkvibifreið fyrir Snæfellsbæ

Nú loksins fer að hilla undir slökkvibifreið TLF4000/200 fyrir Snæfellsbæ en við og þau hafa beðið þolinmóð eftir henni. Bifreiðin er byggð hjá Wawrzaszek á Scania P380 4x4 undirvagn og CP28 áhafnarhús.
Bifreiðin er byggð eins og þær bifreiðar sem við höfum verið að afhenda undanfarið með 4.000 l. Vatnstank, 200 l. froðutank og 4.000 l/mín Ruberg  tveggja þrepa dælu. Háþrýstikeflin eru tvö á stitthvorri hlið með 90 m. 3 /4" slöngum og Protek háþrýstistútum. Inntök að dælu eru tvö 4 1 /2" og úttök frá dælu fjögur 2 1/2" til hliðanna.

Á þaki er úðabyssa 3.200 l/mín með sjálfvirkri uppstillingu. Ljósamastur loftdrifið 2 x 1000W og Powertek 6kW rafall við vél. Í skápum verða innréttingar eins og hillur, slöngurekkar, veggir snúanlegir og útdraganlegur pallur. Hér má sjá innréttingar í skápum.

Á þaki er einnig stigi og sogbarkar ásamt sigti. Áhafnarhús er með fjóra reykköfunarstóla ásamt geymslu fyrir aukaloftkúta. Stróp bláljós eru allan hringinn. Ljósarenna á þaki og ljóskastari að framan. 12.500 lbs Superwinch rafdrifið spil að framan.

Motorola talstöð og tvær Tetra stöðvar. Sírena með hátalara og margt margt fleira.

Við látum fylgja með nokkarar myndir sem okkur voru að berast.

Unnið við raflagnir og tengingar. Hér má sjá glitta í PowerTek rafal

Hægri hliðin. Neðstu skápar lausir. Olíutankur fyrir framan.

Bakhliðin. Opið milli skápa.

Vinstri hliðin. Lausir skápar niðri.

Hér sést m.a. í dælu