Í febrúar afhentum við einum af viðskiptavinum okkar slökkvibifreið af gerðinni Rosenbauer Mercedes Benz SLF 5100/500/250. Bifreiðin er fjórhjóladrifin, 350 hestöfl og með sjálfvirkri skiptingu.
Í febrúar afhentum við einum af viðskiptavinum okkar slökkvibifreið af gerðinni Rosenbauer Mercedes Benz SLF 5100/500/250. Bifreiðin er fjórhjóladrifin, 350 hestöfl og með sjálfvirkri skiptingu.
Í bifreiðinni er 5.100 l. vatnstankur, 500 l. froðutankur og 250 kg. duftkúla. Mercedes Benz undirvagn með drif á öllum hjólum og Telligent gírskipting. Tvær úðabyssur á þaki og framstuðara
.
Rosenbauer NH40 brunadæla há og lágþrýst sem afkastar 4000 l/mín við 10 bör og 400 l/mín við 40 bör. Froðukerfið er mjög fullkomið og öflugt enda hannað og smíðað til að fást við iðnaðarelda.
Smellið á myndina til að sjá fleiri myndir.
Gerð: SLF 5100/500/250.
Undirvagn: MB Actros 1835 4x4, 350 hestöfl, Telligent sjálfvirk skipting.
Ökumannshús: Ekstra lengd.
Yfirbygging: Rosenbauer einingar með skápum úr áli og vatns og froðutankar úr trefjaplasti.
Vatnstankur: 5100 lítra.
Froðutankur: 500 lítra.
Duftkúla: 250 kg.
Brunadæla: Rosenbauer NH40 sem afkastar 4000 l/mín við 10 bör og 400 l/mín við 40 bör, staðsett miðskips.
Úðabyssur: Á þaki: Rosenbauer RM24M handstýrður með 0-2400 l/mín. afköst.
Á framstuðara: Rosenbauer RM25E rafstýrður með 1200 eða 2400 l/mín. afköst.
Annar útbúnaður: Háþrýstislöngurúllur, froðublöndunarkerfi, stýring á dælu og úðabyssu úr ökumannshúsi, sjálfsettar keðjur og bakmyndavél.
Ýmsan annan aukabúnað seldum við með bifreiðinni og munum kynna hann á næstunni.
.....Slökkvitæki, slökkvitækjaþjónusta, reykskynjarar, eldvarnateppi, brunaslönguhjól, gaskynjarar, kolsýrlingsskynjarar, fellistigar, keðjustigar, lyfjaskápar, neyðarljós, neyðarmerki.....
.