Slökkvibifreiðar fyrir Flugmálastjórn

Smíði á slökkvibifreiðum fyrir Flugmálastjórn langt kominn.


Eins og fram kemur á síðu með slökkvibifreiðum, þá eru tveir bílar í smíðum fyrir Flugmálastjórn hjá Rosenbauer Norge as. Bílarnir eru smíðaðir á MAN 19.414 undirvagna, sjálfskiptir með sídrifi og einföldu ökumannshúsi.

Dælan er 3000 ltr/mín við 10 bar og 3 mtr soghæð með Fix-Mix froðukerfi, Rosenbauer RM25E fjarstýrður þakstútur (monitor) sem gefur 2500 ltr./mín. Vatnstankur er 6100 ltr og froðutankur 610 ltr.

Smíði bílanna er nú langt komin og eru þeir væntanlegir til landsins um miðjan júní. Bílarnir sem verða staðsettir á Akureyrarflugvelli og Reykjavíkurflugvelli leysa af hólmi eldri og minni bíla sem verða fluttir á minni flugvelli.

Myndirnar sem hér sjást voru teknar í lok apríl þegar fulltrúar kaupanda fóru til Rosenbauer til að líta eftir smíðinni og ákveða nánari tilhögun innréttinga. Bílarnir koma með innréttingum og festingum fyrir björgunarbúnað, slöngurekkum, hillum, verkfæraveggjum, festingum fyrir reykköfunartæki og fl. Einnig verða bílarnir búnir sjálfvirkum

loftstýrðum lokum á handlínum. Þessi búnaður ásamt fjarstýrðri byssu á þaki og fjarstýringu dælu frá ökumannshúsi gerir það að verkum að við slökkvistarf þarf einungis 2 menn. Það var einmitt grunnhugmynd við hönnun bílanna þar sem ekki er fjölmennt lið á vakt á flugvöllum.