Slökkvibifreiðar sem við erum að láta smíða hjá Wawrzaszek í Póllandi

Okkur voru að berast útlitsmyndir af nokkrum þeirra slökkvibifreiða sem við erum að láta smíða hjá Wawrzaszek í Póllandi fyrir Fjarðarbyggð, Ísafjarðarbæ og Ölfus.
Þetta eru undirvagnar af Renault 420.19 gerð með 4 dyra áhafnarhúsi. Smíðaheiti er TLF 4000/200 og eru dælur af sömu gerð í þeim öllum þ.e. Ruberg R40 2.5 4.000 l há og lágþrýstar dælur. Smíði er á áætlun. Á næstu dögum liggja fyrir teikningar og þyngdarútreikningar. Öðruvísi eru bifreiðarnar ekki smíðaðar.

 

Renault Kerax 420 tvofalt hus 1.JPG (222323 bytes)

Renault Kerax 420 tvofalt hus 2.JPG (110772 bytes)

Renault Kerax 420 tvofalt hus 3.JPG (226813 bytes)

 


Af stærstu slökkvibifreiðinni sem við höfum hingað til selt þ.e. TLF11000/200 sem er fyrir Brunavarnir Skagafjarðar þ.e. með 11.000 l. vatnstank og 10 hjóla höfum við sé tiltölulega lítið en þó þetta en þetta er mynd af 10" úttaki á hlið til að losa vatnstank í 10.000 l. Trelleborgar vatnsker. Við vonumst til að sjá meira á næstu dögum. Hann er svo stór að við verðum að fá þetta í smá skömmtum 

Tanklosun.JPG (125971 bytes)