Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar fær Wiss slökkvibifreið

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar fékk Wiss slökkvibifreið fyrir skömmu en þessi bifreið er sú 61. sem við afgreiðum frá okkur. Bifreiðin er byggð á Scania undirvagn og er yfirbyggð hjá Wiss í Póllandi. Þetta er önnur slökkvibifreiðin sem Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar hefur fengið hjá okkur.

Slökkvibifreið Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar


Yfirbygging er úr trefjaplasti og innréttingar úr ál og stálefnum. 4000 l. Ruberg dæla há og lágþrýst ásamt One Seven froðuslökkvikerfi. Tveir mónitórar eru á bifreiðinni á þaki og á framstuðara.

Allar frekari upplýsingar um bifreiðina má lesa um hér.

Hafið samband við sölumenn okkar í síma 568-4800 eða gegnum netfangið oger@oger.is ef þið hafið áhuga á frekari upplýsingum.

logo