Slökkvilið Borgarbyggðar að fá slökkvibifreið

Innan skamms kemur ný slökkvibifreið fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar af gerðinni TLF4000/200 Renault 4x4 með 450 hestafla vél.

Bifreiðin er með 4000 l. vatnstank og 200 l. froðutank, 2000 W fjarstýrðu ljósamastri, 5 kW rafstöð, slönguhjóli með 90 m. 3/4" slöngu, úðabyssu með froðustút á þaki 3.200 l/mín, stiga, sogbörkum, reykköfunarstólum, miðstöðvum í yfirbyggingu og áhafnarhúsi ásamt sér miðstöð fyrir barka til að leiða að slysstað, ástig í hvern skáp, vinnuljós á þaki og umhverfis, fjórum reykkafarastólum, gangráð á dælu en brunadælan er að stærstum hluta loftstýrð. Að auki er rafmagnsspil að framan.

Ýmsar innréttingar eins og snúanlegir veggir, skúffur, pallar og slöngurekkar ofl. ofl.

Dæla er seltuvarin úr bronzi og stáli.  Tveggja þrepa 4.000 l/mín við 10 bar og 400 l/mín við 40 bar.  Gerð Ruberg R40/2.5. Hámark vatns á hvoru háþrýstikepli 150 l/mín. miðað við slöngustærð.

TLF4000/200 slökkvibifreið fyrir utan verksmiðju Wiss í Póllandi




Bakhliðin. Sjá inntök á dælu.