Slökkvilið Borgarbyggðar fær Res-Q-Jack björgunarstoðir

Nú nýverið fékk Slökkvilið Borgarbyggðar Res-Q-Jack björgunarstoðir en slíkar stoðir eru hjá nokkrum slökkviliðum um landið. Sú gerð sem fór í Borgarnes var 3ja stoða og með tjakki.
Með hverju setti eru stoðir, stuðningsfætur, keðjur, bönd, króka og hausar til notkunar við að tryggja og skorða af t.d. bifreiðar eftir ákeyrslu eða útafkeyrslu. Eins til að tryggja vinnu við önnur björgunarstörf, rústabjörgun eða þess háttar björgunarstörf.

Mismunandi sett af stoðum er hægt að fá sem eru þá með mismunandi fjölda af stoðum. Vinsælast er sett með þremur stoðum.

Eins sett með tjakki og þremur stoðum. Mismunandi gerðir endahausa (með 45°fleti, 90°vinkil, U laga og með brodda). Keðjur og krókbúnaður.

Kerfið er byggt upp á mjög svo einfaldan hátt. Stoðir stilltar og festar með meðfylgjandi beltum, strekkjarabeltum, hausum, keðjum, krókum eða mismunandi krækjum.

Þol stoðanna er 6,4 tonn (óútdregnar) en útdregnar 4,3 tonn sem er meira þol en aðrar stoðir hafa á markaðnum. Hver stoð er um 107 sm + 107 sm. og vegur hver stoð ásamt fylgibúnaði 14 kg.

Tjakkur þolir um 2 tonn í 180 sm. hæð og hann vegur með tilheyrandi búnaði 23 kg. Tjakkurinn hefur mjög fínar hreyfingar og hægt að stilla mjög nákvæmlega.

Lesið frekar um þessar stoðir hér og hér má sjá myndir um notkun.


Til hamingju Borgfirðingar.


Þriggja stoða sett og tjakkur