Slökkvilið flugvallarins í Pristína Kósóvó bætir við búnaði

Fyrr í sumar færðum við ykkur fréttir af kaupum slökkviliðsins í Pristína Kósóvó á ýmsum búnaði hjá okkur að undangengnu útboði sem við unnum.

Samið hefur verið um kaup á meira af búnaði má þar helst nefna eftirfarandi.


Ary Konfeksjon eldgalla af gerðum 501 (hálfsíður jakki) og 502 (smekkbuxur) úr PBI/Goretex efnum gulbrúnir á lit. Ary vinnuskyrtur, buxur og samfestingar úr FireWear efni eldþolnu. Ary hlífðarjakka úr samskonar efni en með endurskini (rúðum). Ary Nató ullarpeysur með spælum.

Öryggisstígvél af gerðinni Servus með endurskini, hvítum sóla, öryggis tá og sóla. Leðurhanskar af gerðinni Fireman VI leður með Nomex stroffi. Reykköfunarhettur tvöfaldar úr Nomex Lensing efnum, hvítar af gerðinni FireBrigade.

Firedome FXE Bullard hlífðarhjálmar í mismunandi litum með hlífðargleri og hnakkahlíf.

Auka maska og hlífðartöskur fyrir  Fency Aeris BA reykköfunartæki, Stealthlight 2400C handljós með festingu í hjálma.

Haz Mat 2000 handbækur, IFSTA handbækur og kennslubækur.

Munum. Allt búnaður sem slökkvilið hérlendis hafa valið að nota.

Benedikt Einar Gunnarsson.