Slökkvilið Húnaþings vestra fær Holmatro Core björgunartæki

Í síðustu viku fékk Slökvilið Húnaþings vestra á Hvammstanga Holmatro Core björgunartækjasett. Settið samanstendur af Holmatro björgunartækjum af 4000 gerðinni í Core kerfinu.  Nýjar klippur af stærstu gerð, glennara, tjakk og dælur tvær af PPU 15 gerðinni ásamt nauðsynlegum slöngum.
Þetta er 10 settið af Holmatro Core kerfinu sem við seljum en staðreyndin er sú að um land allt eru slökkvilið með klippubúnað sem er barn síns tíma og þarfnast endurnýjunar við. Bifreiðar í dag eru ekki byggðar á sama hátt og þær voru fyrir 10 árum síðan. Þær eru sérstyrktar með öryggi ökumanns og farþegar í huga og margar eldri gerðir af klippum vinna alls ekki á þeim.

Fyrir utan það að mikið af tækum þarfnast yfirferðar og þjónustu og slöngur orðnar gamlar og jafnvel hættulegar.

Með björgunartækjum frá okkur fylgir námskeið og kennari er ekki af verri endanum. Marg reyndur og með áratuga reynslu í meðferð og notkun slíkra tækja. Hann hefur sótt sérstök námskeið fyrir leiðbeinendur og kennara og er með  kennararéttindi frá Holmatro og  ICET Björgunarskólanum í Hollandi.

Kynnið ykkur Holmatro björgunartækin fullkomnustu björgunartækin en þessi gerð tækja er algengust hérlendis.

Holmatro CU 4050C Klippur þær allra öflugustu
 
 

Vökvadæla af PPU15 gerð. Helsta gerðin hérlendis

 

 

SP4240C Glenna af millistærð

 
 

TR4350C Tjakkur