Slökkviliðsmenn selja eldvarnabúnað og gefa góð ráð um eldvarnir

Nú eins og svo oft áður eru slökkviliðmenn um land allt að bjóða eldvarnabúnað ásamt því að gefa fólki góð ráð varðandi eldvarnir heimilanna.
Hér í höfuðbrginni eru þeir m.a. í Kringlunni á annarri hæð með sölu og upplýsingabás. SHS hefur gefið út nýjan bækling um eldvarnir heimilanna og er honum dreift í Kringlunni.

Bæklingurinn er mjög greinagóður og vandaður og geymir fróðleik um helstu atriðin og eins hvað velja skal af eldvarnabúnaði, hvernig nota á og staðsetja.

Ágóðinn af sölunni rennur til Brunavarðafélags Reykjavíkur en þeir standa vaktina og er honum varið til að efla menntun slökkviliðsmanna.

Samstarf okkar við Brunavarðafélag Reykjavíkur hófst fyrir vel á annan tug ára og hefur það samstarf verið mjög ánægju- og árangursríkt.
Hér eru Bjarni og Jörgen á vaktinni í gær

Fleiri félög brunavarða eru í samstarfi við okkur og fjölgar þeim stöðugt. Við eigum samstarf við brunaverði í öllum landsfjórðungum og höfum átt við marga hverja ánægjulegt samstarf í tugi ára og er það ósk okkar að svo verði enn um ókomna tíð.

Það er von okkar að fólk leiti til þeirra varðandi fræðslu og val á eldvarnabúnaði fyrir heimilið.