Slökkvitækjaframleiðendur sem við eigum samskipti við voru á sýningunni
25.06.2005
RAUÐI HANINN 2005
Allir þeir slökkvitækjaframleiðendur sem við eigum samskipti við voru á sýningunni. Feuershutz Jockel
sýndu allar gerðir slökkvitækja sem þeir framleiða. Nokkuð var um nýjungar en spurning hvað við getum boðið af þeim hérlendis
vegna mikillar verðsamkeppni þar sem samanburður liggur ekki í slökkvieiningum og öðrum gæðum tækjanna. En við munum innan skamms koma með
á markaðinn einstaklega ódýrt 6 kg. ABC dufttæki með mæli og 1s og 2ja kg. ABS slökkvitæki með mæli í bílfestingu á
all verulega betra verði en það sem við bjóðum í dag. Tækin verða með íslenskum leiðbeiningum og mjög vönduð. 1s og 2ja kg.
tækin verða með sama slökkvimátt og þau tæki sem við bjóðum í dag.
|
|
|
|
Hér má sjá 1s og 2ja kg. ABC dufttækin nýju sem eru væntanleg með haustinu á mun betra verði en
við höfum áður geta boðið. Slökkvigeta 1s kg. tækisins er 8A 34B. Kastlengd 7 m. og losunartími 8 sek. 2ja kg. tækið er 13A og 89B. Kastlengd 9
m. og losunartími 11 sek. Tækin eru mjög svipuð að stærð og þau sem við höfum verið með frá Jockel. |
|
|
|
Ein nýjungin frá Jockel var 2 kg. eldhústæki. Þetta tæki hefur slökkvimátt 5A og 55B. Kastlengd 6 m.
og losunartíma rúmar 6 sek. Slökkvitækið er með froðuupplausn. |
|
|
|
Hér er tæki sem við höfum ekki boðið þar sem það væri ekki samkeppnisfært á markaði
þar sem aðeins er spurt um verð. Þetta er tæki með innanáliggjandi gasþrýstgjafa og afköst eru 43A og 233B. Losunartími aðeins 15
sek. |
|
|
|
Hjá Lifeco voru ýmsar nýjungar sýndar sem nokkrar komu fram á síðasta ári. Þar
má nefna að 5 kg. kolsýrutækið er orðið 89A og svo var kynnt það sem við köllum eldhústæki sem er 6 l. og afkastageta er 13A og
75F. Froðuupplausn. En myndin hér til hliðar sýnir nýtt léttvatnstæki sem við gerum okkur vonir um að vera með fyrir jól ef
markaðurinn þolir örlitla verðhækkun en þetta tæki hefur slökkvimátt 27A og 183B þ.e. sambærilegt við afkastamesta
léttvatnstækið á markaðnum Jockel 6 l. léttvatnstækið. |