Slys við björgunartækjavinnu

Fyrir nokkru síðan varð slys í Aberdeen í Belgíu hjá slökkviliði sem var að vinna með þýsk björgunartæki og sá sem varð fyrir slysinu meiddist mjög illa á hendi. Það sem gerðist var að endatengingar á háþrýstislöngu gáfu sig og við það sprautaðist háþrýstivökvinn út um opið í mjórri bunu og virkaði þá eins og skurðartæki. Það er sagt að ástæðan fyrir slysinu hafi verið að slöngur hafi verið illa farnar og lélegar og þess hafi ekki verið gætt að fylgjast með þeim.

Þegar svona slys verður virkar bunan sem skurðartæki ekki ósvipað og sú skurðartækni sem notuð er í málmiðnaðnum þegar þykkar plötur eru skornar. Það sem er skaðlegast er þrýstingurinn. Vökvaolían sem notuð er er mineralísk engin gerfiefni og er í aðalatriðum ekki eitruð en eins og annað utanaðkomandi á hún ekkert erindi í mannslíkamann.

Eitthvað er hér á landi af þýskum klippubúnaði sem komið hefur gamall til slökkviliðanna og viljum við koma þessu á framfæri svo að menn gæti vel að búnaði og yfirfari sérstaklega allar slöngur og tengi þar sem þrýstivökvinn fer um.  Skaði af slíku slysi sem þessu er ekki bætanlegur.  Ekki eru öll björgunartæki með sama þrýsting en hann er yfirleitt yfir 350 börum svo hér er full ástæða til að gæta að sér. 

Holmatro vinnur eftir öryggiskerfi sem er í samræmi við CE reglugerðir og styðst þar við kröfur í mælikvarða 4:1 (2880 Bar). Það þýðir ákveðnar kröfur við efnisval og framleiðslu og fl. Þennan mælikvarða velja ekki allir framleiðendur.