Smíði sjúkrabifreiða - framfarir ????

Fyrirtækið Profile Vehicles OY er í Iilsalmi í Finnlandi. Starfsmenn eru um 100 talsins og framleiðsla þeirra á síðasta ári voru 400 bifreiðar. Framleiðslan fer fram í nokkrum löndum. Fyrirtækið er stærsti framleiðandi sjúkrabifreiða í norðanverðri Evrópu. Af heimamarkaði eiga þeir um 85% og hafa selt á þeim markaði um 2000 bifreiðar. Það nýjasta frá Profile er byggingaraðferð þeirra Genios. Genios gerðina buðum við í síðasta útboði. Lesið nánar um Genios hér.
Genios er hugmynd um smíði sjúkrabifreiða upp á nýtt með þarfir sjúkraflutningsmanna, lækna og sjúklinga í huga. Hugmyndin byggist á MB Sprinter í nokkrum útfærslum en sá undirvagn nýtur vinsælda í Evrópu þó aðrar gerðir MB eins og Vito, VW Transporter eða LT og Ford Transit séu einnig mjög vinsælar.

Genios felur í sér margar nýjungar til að bæta aðgengi, vinnuaðstöðu og ummönnun sjúklings. Nefna má endurbætur á IWS rafkerfinu (sjá hér neðar). Í því er m.a. stýribúnaður fyrir súrefnisgjöf og inngjafarvökva, lokun skilrúmshurðar og endurhannað stjórnborð.

Profile MB Sprinter Genios
Ennfremur er vinnusvæði er rúmbetra og hærra, bætt eldneytiseyðsla, betri og þægilegri vinnuljós, stillanlegar rennur fyrir ýmsan búnað og stóla, smíðaefnið (ABS plastefni) er endurvinnanlegt, öruggari handföng á réttum stöðum, dyragættir bólstraðar, gólfefni af nýrri gerð sem gerir gólfið stamara og auðveldara í þrifum, öruggari aðgengi, auðveldara að skipta út súrefnisflöskum.


Profile MB Sprinter GeniosNýtt skápakerfi og þægilegra í notkun, efstu skápar opnast niður til að hindra að innihald falli á sjúkling, þakeining klæðskerabyggð sem býður upp á ýmsa möguleika, betri stillanleg lýsing, miklu minni loftmótstaða, ljós innfelld nýtt bygingarlag og fallegra útlit, 360° forgangsljós, stendur framtíðarstaðla, öll þrif auðveldari, fá sem engin samskeyti, öruggari árekstrarvarnir, alhliða sæti, betri stillingar, hreinna loft og góður hiti, skilrúm sem árekstrarvörn og sama á við dyrnar á skilrúminu ofl. ofl.

Profile MB Sprinter venjulega gerðin þ.e. ekki Genios sjá ljós ofl.
Önnur nýjung er sérstakur rafbúnaður Profile IWS - CAN BUS sem er rafbúnaður fyrir m.a. sjúkrabifreiðar þar sem með fyrirskipun má gera bifreiðina tilbúna við mismunandi aðstæður. T.d. við brottför af stöð þá er ýtt á rofa og þá kvikna blá ljós, sírena, loftræsting fer í gang ofl. Þegar komið er á slysstað er ýtt á rofa og þá slökknar á sírenu vinnuljós kvikna breyting verður á hitastigi ofl. Allt eftir því hvernig viðkomandi viðskiptavinur vill stilla kerfið. Sjá kvikmynd.