Stöðugt fjölgar notendum Holmatro björgunartækja.

Nú nýlega fengu slökkviliðin á Bolungarvík og Stykkishólmi afhent Holmatro björgunartæki. Tækin eru af gerðinni Holmatro 3000+ sem komu á markað síðasta sumar, en þau eru öflugri og léttari en áður. Í Bolungarvík keypti Rauða kross deildin á staðnum tækin en  slökkviliðið mun sjá um rekstur og þjálfun mannskaps í notkun tækjanna.
Í Stykkishólmi fóru áhugamenn um bættan búnað slökkviliðs af stað með söfnun meðal fyrirtækja á staðnum, til kaupa á bjögunarbúnaði. Í stuttu máli þá gekk þetta lofsverða framtak upp og með þátttöku bæjarfélagsins var hægt að fjármagna kaup á fullkomnu setti af Holmatro tækjum. Slökkviliðið mun sjá um rekstur tækjanna ásamt þjálfun á þau.

Við óskum Bolvíkingum og íbúum Stykkishólms til hamingju með Holmatro tækin

Og nú hafa Brunavarnir Suðurnesja tekið ákvörðun um að kaupa Holmatro björgunartæki í nýja björgunar og slökkvibifreið sem væntanleg er til landsins um næstu mánaðarmót. Það verður mikil framför fyrir Brunavarnir Suðurnesja að fá nýjan hraðskeiða björgunarbifreið og með öflugri björgunartæki, en tækin sem þeir eiga eru orðin gömul og helst til lítil.

Það þarf ekki að fjölyrða um nauðsyn þess að björgunartæki séu til á sem flestum stöðum því umferð á vegum hefur aukist stórlega svo og umferðahraði og því miður hefur slysum fjölgað í takt við aukna umferð.   Skoða Holmatro björgunartæki