Framleiðendur sjúkra og slökkvibifreiða smíða hver og einn á sinn hátt. Við höfum komist að því að þeir
framleiðendur sem við erum í samvinnu við þ.e. Profile og Wawrzaszek eru til dæmis að nota mun meiri tíma til smíða bifeiða en gert er
hérlendis sem skýrir ýmislegt en um leið veltir maður því fyrir sér hvað fæst með styttingu vinnuferla ef slíkir
framleiðendur sem þessir sem framleiða hundruðir bifreiða á ári fara ekki út í slíkar aðferðir.
Tökum sem dæmi smíði Profile á sjúkrabifreið sem uppfyllir þær kröfur sem settar eru fram í útboðlýsingu RkÍ
og uppfyllir alla þá erlendu staðla og úttektir sem þar koma einnig fram. Eins og áður hefur komið fram smíðar Profile nokkur hundruð
bifreiðar á ári hverju og tekur smíði einnar bifreiðar um 500 klukkustundir og það er aðeins smíði þess hluta bifreiðarinnar sem
gerir hana að sjúkrabifreið en að auki er sá tími sem undirverktakar þurfa til smíða á hlutum sem keyptir eru að fullgerðir.
500 klukkustundir er svolítið mikið annað en 300 klukkustundir með styttum vinnuferlum. Það er ekki nema 60% af ferlinum. Það er því ekki
skrýtið að Profile veitir 2ja ára ábyrgð á sinni vinnu. En eitt skýrir það vel það er verðmuninn. Er hluti skýringar
að kröfur samkvæmt lýsingu kaupanda eru ekki uppfylltar eða eru þær uppfylltar næstum því ???? Gleymum ekki að við erum að tala um
forgangsakstursbifreiðar.
Profile gerir m.a. velti og árekstrarprófanir á bifreiðum sínum. Einnig hávaðamælingar ofl. Profile hefur sérstaka viðurkenningu og heimild
frá Mercedes Benz til að mega byggja sjúkrabifreiðar á undirvagna frá þeim.
Smíðatími hjá Wawrzaszek á slökkvibifreiðum er eðlilega mjög svo mismunandi. Fer eftir stærðum og gerðum en tökum sem dæmi
svona 18 tonna bifreið en smíðatími hennar er um 2400 til 2800 klukkustundir eftir því hverjar kröfurnar eru um búnað og tæki sem setja skal
í bifreiðina. Eins tilgang og getu.
Hérlendis eru slökkvibifreiðar af sömu stærð smíðaðar á 2000 klst. Það er ekki nema 70 til 80% af ferlinum. Slökkvibifreiðar
frá Wawrzaszek hafa verið ódýrari og gæði einstök.
Fullkominn viðurkenndur velþekktur búnaður er í bifreiðunum og uppfylltar allar kröfur samkvæmt lýsingu kaupanda og meira til. Allir erlendir
staðlar uppfylltir. Af hverju eru þá þessar bifreiðar ódýrari ????
Við þessi skrif kom ýmislegt upp í hugann t.d. í undirbúningsvinnan við kerruútboð Brunamálastofnunar ef við köllum það
svo. Undanfarna daga hafa ýmsir komið að máli við okkur og lýst því sem þeir eiga að fá í hendur og eru eitthvað
óöryggir.
Framtak Brunamálastofnunar er lofsvert og því má ekki gleyma en ekki má heldur gleyma að gæta þess að uppfylltar séu þær
kröfur sem settar voru fram í útboðsgögnum og að uppfylltar séu tilskildar kröfur til slíks búnaðar. Á því hagnast
enginn nema seljandinn. Það kostar miklu minna að þurfa ekki að standa í úttektum eða redda leyfum en alvaran blasir við verði slys eða
eitthvað virkar ekki sem skyldi. Þetta er búnaður sem nota á í neyðartilfellum. Í þessu tilfelli sem hér er málið
því mun alvarlegar því hér er opinber aðili að hlutast til um framkvæmdina og hann á að vera til fyrirmyndar. Við gerum ráð
fyrir að þetta viti verkkaupi.
Við leituðum á sínum tíma til Wawrzaszek um samstarf og buðum í framhaldi af því frá þeim. Þegar slík vinna er unnin
þá gerir birgi sínar sérstöku kröfur þar sem þeir hafa engan áhuga á að bjóða eitthvað sem ekki stenst þeirra
gæðakröfur og þær kröfur sem gerðar eru til þeirra af bæði opinberum og einka aðilum sem sinna framleiðslueftirliti. Kröfur Wawrzaszek
voru einfaldar. Þeir sögðu. Við bjóðum ekki nema kerrur sem byggðar eru fyrir forgangsakstur þar sem annað væri ekki forsvaranlegt af
því þær yrðu notaðar sem slíkar.
Hin krafan var að loftbanka hefðu þeir ekki tilskilin leyfi til að smíða sjálfir og yrðu því að leita til undirverktaka sem til þess
hefði leyfi. Þetta er nefnilega ofurþrýstibúnaður sem þarf sérstaka þekkingu og leyfi til að mega smíða svo alls öryggis
sé gætt. Um leið og þetta varð ljóst vissum við að við yrðum ekki samkeppnisfærir en í okkur var Ólympíuandinn að taka
þátt og vera með. Hér til fróðleiks eru teikningar Wawrzaszek af þeim kerrum sem við buðum þ.e.
kerru fyrir spilliefni og
hér
fyrir reykköfunartæki og loftbanka.
Sérstaklega þurfa þeir sem sem eiga að nota kerrurnar að huga að burðargetu kerranna og hvernig búnaði er fest en þær áttu
samkvæmt kröfum að hafa burðargetu 750 kg. þ.e. A kerran og 1300 kg. B kerran. Við buðm kerrur með 1500 kg. burðargetu fyrir hvorn búnaðinn
sem var.
Þetta er svona til umhugsunar.
Heimildir okkar um innlenda framleiðslu höfum við úr grein úr Blaðinu frá 12. apríl 2007.