Sumir tala um að gera eitthvað aðrir framkvæma. Nú eru á hjólaferð

 
 
Sumir tala um að gera eitthvað aðrir framkvæma. Nú eru á hjólaferð um landið mætir menn af Reykjanesinu og þeir hjóla til styrktar langveikum börnum. Við hvetjum alla til að taka þátt í söfnuninni með því að leggja eitthvað af mörkum inn á söfnunarreikninginn við Sparisjóðinn í Keflavík. Númer hans er 1109-05-411115 og kennitalan er 610269-3389.

Félagarnir eru Sigmundur Eyþórsson, Jóhannes A. Kristbjörnsson, Gestur Pálmason og Júlíus Júlíusson, sem hjóla hringinn og safna fé fyrir langveik börn á Íslandi. Fjórmenningarnir eru slökkviliðs- og lögreglumenn á Suðurnesjum og  ætla að leggja að baki 1550 kílómetra á 10 dögum og eru nú á þriðja degi.
   

Við styðjum átakið af því að málið er okkur skylt og hvetjum aðra til að gera það sama en um leið dáumst við af vilja, einbeitni og þori þessara afreksmanna. 


Á vefsíðu Víkurfrétta er ferðasagan birt jafnóðum í léttum gír og afar skemmtilegt að lesa. Nú á þriðja degi hafa eru þeir á lengsta kaflanum. Allstaðar eru þeir auðfúsugestir jafnt hjá slökkviliðum og öðrum góðum sem styðja átakið "Hjólað til góðs".

Fyrir nokkrum árum eða 1998 hjóluðu nokkrir afreksmenn í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hringinn til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Tókst það með ágætum og er það von okkar og trú að svo verði einnig nú.

   



Fylgist með þeim á vef Víkurfrétta