Svona eru vinnubrögð í verksmiðju Wawrzaszek

Eins og komið hefur fram er verið að vinna að hönnun og smíði slökkvibifreiðar fyrir Flugmálastjórn og Brunavarnir á Héraði sem staðsett verður á Egilsstaðaflugvelli. Ekki viss um að þetta sé rétti liturinn

Til að sýna vinnubrögð í verksmiðjun Wawrzaszek þá er hér teikning sem var að berast þar sem sýnd er lausn á inntaki á vatnstank.

Í útboðsgögnum var farið fram á að eitt 4" inntak yrði í bifreiðinni en hugmynd kom frá Wawrzaszek um að hafa frekar tvö 2 1/2" inntök og þá sömu megin enda flestir með áfyllinga um 3" slöngur.

Hér sjást þau með þrýstimælum svo fylgjast megi með þrýstingi inn á tank.

Þessi bifreið verður eins og bifreiðin sem er að koma á Fáskrúðsfjörð með tvö 4" inntök inn á dælu að utanverðu.
Allt teiknað í þrívídd, litað og síðan prófað í tölvuforritum.